Maðurinn býr sér líka til heimili, býr til net og leggur fyrir fiskinn o.s.frv. Það er ekki þar með sagt að hann geti ekki líka búið til listaverk. Og ef til vill mætti segja það sama um einhverja dýrategund. Hún gerir ef til vill fullt af hlutum sem henni er “eðlislægt” en það er ekki <i>þar með</i> sagt að hún geti ekki <i>líka</i> búið til listaverk. Til dæmis þegar fílar mála. Og við erum að tala um málverk sem einhver “listamaður” gæti alveg eins hafa búið til.
Það er líka vottur af smá hringferð í sönnun hérna:
1. Fílar geta ekki skapað.
2. Hvernig er það vitað?
3. Jú, því dýr skapa ekki heldur gera bara það sem þeim er eðlislægt.
4. En hvernig er það vitað?
5. Jú, sjáðu, þarna er fugl að byggja hreiður og það er honum eðlislægt, þarna er könguló að spinna vef og það er henni eðlislægt og þarna er fíll að mála en hann er samt ekki að skapa.
6. En hvernig er vitað að fíllinn í 5. lið sé ekki að skapa eitthvað?
7. Jú, vegna þess að dýr skapa ekki heldur gera bara það sem þeim er eðlislægt.
8. En hvernig er það vitað?
9. Jú, sjáðu, þarna er fugl að byggja hreiður og það er honum eðlislægt, þarna er könguló að spinna vef og það er henni eðlislægt og þarna er fíll að mála en hann er samt ekki að skapa neitt.
10. En hvernig vitum við að fíllinn í 9. lið sé ekki að skapa neitt?
11. Jú sjáðu til….
Fullyrðingin að engin dýr geti skapað er í raun alhæfing út frá reynslu okkar. Okkur virðist sem flest það sem dýrin geri sé þeim eðlislægt. Síðan komum við auga á eitthvað sem kemur ekki heim og saman við það, sjáum t.d. fíl mála. Þá er fullyrt að hann sé ekki að skapa. Sú túlkun okkar á reynslu okkar af því að sjá fíl mála er studd með alhæfingunni um að engin dýr skapi. Sem sagt, alhæfingin styður þá túlkun að fíllinn sé ekki að mála og svo er sú reynsla okkar að fílar máli ekki notuð til að styðja alhæfinguna (m.a. með því að það er neitað að horfast í augu við það að hún gæti ef til vill hrakið alhæfinguna). Þetta er hringferð í sönnun.
Annars finnst mér fremur undarlegt að tala um að dýr búi til listaverk. En ég útiloka það ekki. Maðurinn er jú sjálfur bara dýr. Það sem greinir okkur frá hinum dýrunum er, að mínu mati, fyrst og fremst tungumálið. En ef þú vilt sýna fram á að dýr skapi ekki verðurðu að gera það með góðum rökum; ég er ekki viss um að þessi rök dugi til þess :)<br><br>_____________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________