Ég er að fara að skrifa BA ritgerð þar sem ég ætla að fjalla um föðurímynd/fyrirmynd í ritverki. Hins vegar er ég ekki alveg klár á því hvort það séu til einhvers staðar skilgreiningar á föðurímyndum/fyrirmyndum. Þá er ég aðallega að spá hvort það sé til eitthvað innan bókmenntafræðinnar, sálfræðinnar eða félagsfræðinnar sem ég gæti stutt mig við.
Veit einhver hérna hvað gæti verið mögulegt að styðjast við?