Ertu að grínast, kokos, eða ertu að reyna að espa listunnendur til reiði?
Mér fannst vegið að mér þegar ríkið gaf handboltaliðinu milljónirnar fyrir að klúðra málunum eins og vanalega. Ég horfði ekki á sekúndubrot af þessum boltaköstum og studdi þá engan veginn. Samt sagði forsetinn að þjóðin styddi þá heils hugar! Þjóðin hefur ekki einn huga eða vilja, heldur einstaklingarnir. Á sama hátt ætti svo sem ekkert að hampa listamönnum meira en áhugi er fyrir. Þvílík frekja af þessum tónlistarmönnum að heimta ríkisstyrki til útflutnings á tónlistarIÐNAÐI! Síðan hvenær varð list iðnaður? Ekki veit ég til þess að Björk eða Sigur Rós hafi fengið neina ríkisstyrki. Svo skrifar einhver viðskiptafræðingarhálfviti mastersritgerð um útflutning á tónlistariðnaði og nefnir Björk og Sigur Rós sem dæmi! Á nú að eyðileggja þetta eins og annað? Sönnum listamanni eru allir vegir færir, ef listin er góð kemst hún til skila án ríkisstyrkja og listamaðurinn fær verðskuldaða athygli og fjárhagslegan ágóða í réttu hlutfalli við aðgengi listaverksins. Ef hann er aðeins að gera það fyrir sjálfan sig getur hann varla ætlast til þess að ríkið borgi? Á þá ekki ríkið líka að borga laufabrauðsskurð, útsaum og ljóð ofan í skúffu? Hver ætlar að dæma hvað er list og hvað þarf til? Sigur Rós og Björk þurftu að sanna sig úti í heimi áður en ríkisbubbar fór að þvaðra um tónlistariðnað.
Íslenskir listamenn voru oft tugum ef ekki hundruðum ára á eftir þróuninni annars staðar, en það er svo sem skiljanlegt þar sem við erum svo ung menningarþjóð. Ég skil ekki alveg afstrakt listamenn sem voru augljóslega bara að mála fjöll og beljur, hús og götur eða fólk, notuðu bara litina beint úr túbunum og einfölduðu formin eins og á uppkasti, en voru samt ekki með neina expressjón í huga. Mér leiðast ofsalega landslagsmyndir sem gera ekkert nema að einfalda náttúruna og bæta engu mannlegu við. Súrrealismi kom ekki hingað fyrr en 50 árum of seint með Flóka. Erró var langt á eftir popplistamönnunum Warhol og Lichtenstein, sem hann apaði eftir, og lifði alls ekki við sama poppveruleika og þeir, hvorki í Noregi né á Íslandi, og því er ekkert íslenskt við hans list. Hann hefur kannski forðast að lenda í flokki með þjóðernazsinnanum pabba sínum ef hann gerði eitthvað íslenskt. Annars er ég ekkert sérstaklega vel að mér í íslenskri listasögu, svo ég hætti þessu nöldri og tuði…
Upp með myndlist samt :Þ
Ég að grínast? Ó, nei maður grínist sko ekki með háalvarlega hluti eins og list seisei!
;)
Hehe.. ég verð nú að það gladdi mig mjög hve illa handboltaliðinu gekk ..hahaha.. (illska mín á sér engin takmörk :)) Það er nebbla þannig að alltaf þegar e-m íþróttamönnum gengur vel, eru landi sínu og þjóð til sóma osfr. þarf alltaf að ausa e-m milljónum í þá aukalega, og ekki nóg með það allir fjölmiðlar fyllast af viðtölum við þá sem innihalda helst: “þetta var gríðalega hörð keppni, ég er mjög sáttur við að hafa náð þessum árangri og ég er staðráðinn í að halda áfram að gera mitt besta”. Og svo maður tali nú ekki um þaddna “sjónvarp allra landsmanna” eða hvað það segist vera.. dagskránni allri hent til hliðar sama þótt það séu fréttir og jarðskjálfti sé að ganga yfir! ..Þannig ramax, þú átt að gleðjast yfir óförunum, eins dauði er annars brauð hahaha..haha..
En já þetta er skrítið ég veit heldur ekki til þess að Björk eða Sigur Rós hafi fengið krónu í ríkisstyrk… en við íslendingar erum nú samt nógu montin af þeim, og ætli verk þeirra eigi ekki eftir að lifa þó nokkuð lengur en einhver skoruð eða ekki-skoruð mörk?
Annars er þetta góð spurning hjá þér, hvaða list “á” að styrkja og á þá að vera hægt að gera einhverjar vissar kröfur til hennar ?
Jamm forfeður okkar voru sveitalúðar.. og upphaf íslenskrar myndlistar hófst eiginlega þegar aðrar evrópuþjóðir voru að gera uppreisn gegn gömlum gildum þeas við byrjuðum bara í miðri uppreisn án þess kannski að hafa e-ð til að gera uppreisn gegn? En á hinn bogin höfum við mjög sterka og gamla bókmenntahefð.. við vorum kannski ekki lúðar á öllum sviðum..?
Ok! niður með hadbolta þá? :P
0