OG hey! þetta “áróðurstal” hjá þér áhugavert, hvernig list hefur verið notuð í áróðursskyni gegnum tíðina, Ágústus keisari hefur stundum verið talinn sé fyrsti sem notaði listina meðvitað sem áróðurstæki til að stykja stoðir rómarveldis, en ég get nú ekki svona í fljótu bragði séð að listin hafi tapað á því…
En hins vegar við hnignun rómar og þegar allir fóru að vera voða kristnir og svona. Fór öll myndlist mjög niður á við, að hluta til vegna þess að viðhorf kristinna til myndlistar var allt annað en heiðingjanna (ég er svo mikill auli að ég veit ekki hvað þeir kölluðust sem trúðu á grísk/rómversk goð, svo ég kalla þá bara heiðingja) fagurfræði og allt ytra útlit hafði skipt miklu meðal grikkja og rómverja, en kristnum þótti allt slíkt guðlast, það að vilja að list væri falleg eða vönduð var talið bera vott um hégómleika, -dauðasynd.
En það sem skipti kannski meira máli var að biblían bannaði skurðgoðadýrkun, og það kom verulega niður á myndlistinni, sérstaklega höggmyndalistinni sem varð mjög illa séð og lagðist nánast af, styttur eyðilagðar osfr . En svo heppilega vildi til að Gregoríusi mikla (2.öld, minnir mig, nenni ekki að gá) datt í hug að myndlist (þeas tvívíð myndlist) gæti verið hentugt áróðurstæki, almúginn var meira og minna ólæs svo myndlistin var notuð til að breiða út kenningar kirkjunnar. Þannig að það voru kannski áróðurshugmyndir sem björguðu myndlistinni frá því að leggjast bara hreinlega af, eða svona næstum því??? Allavega átti myndlist mjög erfitt uppdráttar í islam, þróaðist aðallega útí geómetrísk munstur, en samt sérstaklega meðal gyðinga og það var varla (þetta er samt ekki fullyrðing :)) hægt að tala um gyðinglega myndlist.
Og með tilliti til þess er líka soldið skrítið að hugsa til þess að eitt af helstu slagorðunum sem nasistar notuðu gegn “úrkynjuðu listinni” var “gyðinglegt” auk “bolsévíst” og “nihilíst” (sem hún reyndar í sumum tilfellum var :))
Annars veit ég ekki hversu hátt hlutfall þeirra listamanna sem áttu verk á úrkynjunarsýningunni voru gyðingar, veist þú það?
En þeir voru allavega ekki næstum allir gyðingar, en þessi sýning er nokkuð spes hvað áróðurstækni varðar, hún var mjög vel sótt, vel auglýst held ég, og var að mig minnir sett upp á 11 stöðum í þýskalandi, það var verið að SÝNA bannaða list, ég held að þetta sé nokkuð einsdæmi, yfirleitt er bönnuð list bönnuð+eyðilögð en ekki sýnd! Einsog td í sovét og kína.
Svo er líka annað skemmtileg (eða mér finnst það) hvað áróðurslistin, sem er rétt list í augum valdhafanna, er altaf álitin röng og slæm list í augum td listfræðinga sem standa utan við valdakerfið sem listin þjónar, og sú list sem valdhafarnir álíta slæma er oftar en ekki talin góð, áhugaverð og sönn meðal hinna, myndi e-r sem ekki er nasisti sjálfur þora að vera sammála nasistunum um slæma list? …hmm kannski þessi Fred sé sammála þeim? ;)
Júbb já, fegurð í listum er ööööö……?