Eins og einhver benti á þá eru Flugdrekahlauparinn og Þúsund Bjartar Sólir alveg æðislegar og já, breyti lífi manns.
Það er ein bók sem mér finnst hafa breytt lífi mínu og ég hef lesið annað slagið og það er bókin Forboðna Borgin eftir William Bell. Hún er alveg frábær. Byggð á blóðbaðinu á torgi hins himneska friðar vorið 1989 og hefur verið talin mjög góð heimild um þetta. Hún segir frá kanadískum strák sem fer með pabba sínum sem er myndatökumaður hjá kanadískri sjónvarpsstöð til Kína og lendir í öllu havaríinu í kringum mótmælin og kynnist þessu bæði frá sjónarhóli ferðamanns, fréttamans og frá kínversku ungmennunum sem hann kynnist. Alveg frábær bók sem sýnir frá hræðilegum atburðum sem kínverska stjórnin hefur reynt að fela. Mæli alveg hiklaust með þessari bók.
Shadows will never see the sun