En við valdatöku Ágústusar er stundum talið að þá fyrst geti maður farið að tala um rómverska list.
En hvar er þetta SÉR rómverska? Er það að þá sé listin notuð sem áróðustæki, það má sjá áróður í eneasarkviðu og t.d. eru mynskeið úr henni og lífi Agústusar og fjölsk. fléttað saman í eina heild á friðaraltarinu (ara pacis) sem er eitt af meistaraverkum þess tíma. Og Águstus ar mjög algengt myndefni vægast sagt..
Annars er svona persónu/höfðingjadýrkun frekar algeng í svona nýformuðum ríkjum td kommúnistalönd
En málið með þessa rómversku list að það er svo erfitt að benda á e-ð og segja “hey þetta er það RÓMVERSKA” enda voru listamenirnir mestmegnis grikkir og e-r etrúrar og það liggur við að hægt sé að tæta þessa list niður í frumþætti sína. hvelboginn sem var einkennandi fyrir húsagerðina þekkist t.d. frá etrúskum bogarhliðum, einnig það að byggingar voru framhverfar. Minnsta mál að sjá hvar grísk áhrif eru.
Auðvitað þróaðist og breyttist myndistin á tíma rómar, en hafði róm i raun e-ð með þessa þróun að gera? Grikkir voru þegar á hellenatímanum fallnir frá fagurgildinu sem einkenndi háklassíkina, það var orðin þróun í átt að raunsæi, það var orðið leifilegt að sýna ljótleika, persónutúlkun var farin að skifta máli..þannig var bara um eðlilega þróun grískrar listar að ræða eða…..?
hmm var þetta kanski bara steypan?
Hvað með skáldskapinn hvert hefði grískur skáldskapur stefnt ef Róm hefði ekki komið til?