Ókei, ég las þetta samt. Ég veit að Gthth er sérfræðingur í fornfræði, og ætlar greinilega alltaf að mæla heiminn með stiku einhverra drengjaelskenda frá Eyjahafi. En þú, kokos, þú kemur mér á óvart. Af hverju varstu að biðja um þetta áhugamál?
Ætlarðu að segja að það sé ekki til sál? Hver ertu? Hvar lærðirðu þína listasögu og af hverju, fyrst þú hefur svona lítið álit á listinni? Ég veit ekkert um þinn bakgrunn, en mér finnst sorglegt að menn sem stunda nám í húmanískum greinum, eins og gthth, skuli tileinka sér svona þrönga og pragmatíska sýn á lífið. Heimspeki hefur ekkert praktískt gildi og byggir ekki á öðru en mismunandi hugmyndum og kenningum manna. Hún svarar engum spurningum, skilur þig aðeins eftir með fleiri. Gerirðu þér grein fyrir B.A. gráða stendur fyrir bachelor of arts? Listsköpun er ferli hugsunar, frá hugmynd að verki. Heimspekingar gera abstrakt líkön af heiminum í huganum, en þau verða aldrei vísindalega sannreynd.
Hvaða pragmatistainnrás er þetta? Hvað er ekki della? Mér finnst lífið della. Fara í skóla, vinna, stofna fjölskyldu, kaupa hús, jeppa, og hund, eiga krakka, verða gamall og deyja. Til hvers? Til hvers erum við hérna? Þetta eru dýrslegar grunnþarfir mannsins. Api gæti gert þetta miklu betur og miklu meira spontant. Listin er það sem gefur lífinu aukið gildi, eitthvað meira. Einn plús einn verður ekki tveir heldur þrír. Það að upplifa eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður, að stefna að því óþekkta, það er það sem drífur mig áfram. Kyrrstaða, öryggi, hið áður þekkta, verður auðveldlega leiðigjarnt. Lífið er leiðinlegt án menningar, og með menningu meina ég list og heimspeki (ekki íhaldssama sögugrúskun), sem eru í sama flokki. Að segja að list sé handbragð er frámunalega heimskulegt. Líttu aðeins upp úr Platóni og horfðu í kring um þig maður! Ljósmyndun er list, en samt er ekki myndalbúmið þitt frá Benidorm list. Listin í ljósmynd felst í því að fanga rétt augnablik, raunverulegt eða uppstillt, af mikilli tilfinningu og næmni þannig að útkoman sé meiri en það sem var sett í hana. 1+1=3. Listaverkið er augljóslega gert úr einhverjum hráefnum, og það var notuð tækni til að setja það saman, en það hefur eitthvað meira, einhvern galdur sem er óútskýranlegur. Alveg eins og sálin. Það er ekki hægt að festa hendur á henni, en samt eru sumir fullvissir um að hún sé þarna einhvers staðar. (Mynd)listaverk verður til þegar hugur, auga og hönd vinna saman og með hjálp sálarinnar gera verkið ríkara en hráefnið, hugmyndina/fyrirmyndina og handbragðið. Listin, ásamt annarri abstrakt hugsun, er það eina, fyrir mig, sem gerir lífið þess virði að lifa því. Ég stend ennþá fastur á því að list sé það eina sem geri manninn frábrugðinn dýrunum. Til hvers að lifa ef maður hefur aldrei lifað eins og maður?
Sko, ramax, þetta er nú bara smá prufa :)
ég er bara að prófa að halda þessu fram, og athuga hvert það geti leitt, og hvot það gangi upp að segja svona.
Ég viðurkenni alveg að framsetningin á þessu er full ýkt. Og kannski er þetta móðgandi fyrir suma, og mér skilst að á sumum áhugamálum yrði svona póstum eytt, ef ég t.d. færi að kalla survivoraðdáendur veruleikafirrt fífl. En í umræðum um listir finnst mér að það eigi ekki að vera einhver hugmyndatabú.
Þetta þýðir samt ekki að ég hafi lítið álit á listinni, alls ekki, mér þykir raunar mjög vænt um hana ;)
Og kannski einmitt þess vegna held ég svona löguðu fram.
en eins og ég segi ég er bara að athuga hvort það sé möguleiki að listin sé bara ekki til, ef fólk ætlar að mótmæla mér þarf það að geta bent á e-ð sem getur verið list, og að hugmyndin sem það setur fram um list gangi einhvernvegin upp, gthth mótmælti már og sagði að það sem er gert vel/af kunnáttu/færni gæti talist list.
Er það rétt? Eða get ég fundið e-ð sem telst list en fellur þó ekki undir þessa skilgreiningu? ég get sagt að e-ð sé pípulagnir þó að það sé illa gert af lélegri færni og lítilli kunnáttu, getur e-ð talist list sem er illa gert?
Af hverju villtu segja að þetta sé þröng skilgreining? Mér finnst hún nú frekar víð, sýnist hún að vísu afneita listinni sem sjálfstæðu fyrirbæri, segja heldur að list sé viss möguleiki aðgerða.
Þetta er þó allavega skilgreining á einhverju, maður getur svo deilt um hvort það sé í raun verið að skilgreina list eða bara eitthvað annað, en þá verður að svara hver er munurinn á “list” og “vel gerðu”
Hver er munurinn á þessu, heldur þú?
Og hver er munurinn á list og skrauti?
Hverig sannar maður tilveru listar?
Hver er ég? hehe terpentínudópisti, með tigangslausa “menntun”….:D
0
kokos: þú myndir reyndar ekki hrekja mitt mál þótt þú fyndir dæmi um list sem félli út fyrir mína skilgreiningu. Því ég var að viðra þá hugmynd að listin hefði ekkert eitt eðli. Eitt fullgilt listahugtak er það sem ég var að lýsa. Og ég var bara að benda á að það héldi velli þótt þú afneitaðir öllum öðrum (sem sagt, þú prófaðir að afneita listinni tout court, og ég svaraði með listahugtaki sem afneitar ef til vill listinni sem “sjálfstæðu fyrirbæri” en stæði samt óhreyft). En svo getur líka vel verið að ástæðulaust sé að afneita öllum öðrum listahugtökum :)
ps. sá sem heldur fram listahugtakinu mínu, sem ég var að lýsa, þarf ekki að sanna tilvist listaverka; þau eru allt í kringum okkur. Það er sá sem vill taka upp hanskann fyrir listina sem “sjálfstætt fyrirbæri” sem þarf að sýna að það sé eitthvert slíkt sjálfstætt fyrirbæri og hvernig það er :)<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________
0
Þá værir þú nú kominn útí það að list gæti verið margt, að list og list þyrfti ekki að eiga neitt sameiginleg, og þá gæti ég sagt að þetta væti ekki sami hluturinn, að þetta væri bara sama orðið ekkert meira.
0
Já, nákvæmlega. Það getur vel verið að það séu í gangi tvö, þrjú, fjögur, kannski fimm fullgild listahugtök (og kannski afbrigði af þeim). Kannski eru þau öll skilgreinanleg og samsvara eðlilegri málnotkun að einhverju leyti. Er eitthvað að því? Ég held ekki. Það er auðvitað hvert einasta orð í málinu, svo að segja, margrætt. Það kæmi því ekki á óvart við þetta.
Nokkurn veginn eins og “frjálshyggja”. Það er engin ein frjálshyggja. Og það er ekkert eitt eðli frjálshyggju. Það eru til margar frjálshyggjur. Robert Nozick heldur fram einni og Friedrich A. Hayek annarri. Hvorugur hefur sömu kenninguna og Locke forðum daga. En allar hafa kenningarnar eitthvað að gera með frelsi. Þess vegna eru þetta frjálshyggjukenningar. En frjálshyggjan sem slík, hvernig er hún? Því er ekki hægt að svara mikið nánar en svo að hún hafi eitthvað með frelsi að gera; því hún hefur ekkert eitt eðli. Orðið er margrætt.<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________
0