Ég get ómögulega gert upp á milli og nefnt einhvern einn sem er í uppáhaldi.
Af gömlu risunum dáist ég alltaf mest að Leonardo da Vinci (klisja?), sérstaklega teikningunum og skyssubókunum hans. Hann var bara svo fjölhæfur og mikill snillingur, frumkvöðull á öllum sviðum með hendurnar í myndlist, skúlptúr, arkitektúr, tónlist og vísindum. Hann var algjör gullgerðarmaður, náði þessu fullkomna jafnvægi milli villtrar sköpunargleði og rökhugsunar.
Ég man að þegar ég var að lesa listasögu kunni ég líka vel að meta menn eins og Rafael, Michelangelo, Caravaggio, Velázquez og Rembrandt en ég skoða þá aldrei lengur. Kannski af því að þeir tengjast ekki því sem ég er að gera :) Gthth er greinilega sérfræðingur í klassíkinni og þess vegna höfðar sú list til hans. Ég er meira í núinu, og módernisminn hefur miklu meira með það að gera.
Í andaslitrum fígúratíva málverksins held ég upp á Monet og Degas, en expressjónískir mannslíkamar Edvard Munch og Egon Schiele finnst mér samt miklu áhrifameiri. Af abstrakt módernistum kem ég örugglega oftast aftur til Picasso, Wassily Kandinsky og Paul Klee en þeir koma mér stöðugt á óvart. Rússarnir El Lissitsky, Malevich og Moholy-Nagy koma líka upp í hugann. Það sem þeir gerðu á fyrri hluta aldarinnar er ennþá að verða að innblástri hjá arkitektum og grafískum hönnuðum nútímans. Ég verð að nefna Marcel Duchamp, en ég á í eins konar ástar/haturs sambandi við list hans. <i>Nekt á leið niður stiga</i> er náttúrulega snilld, og auk þess fyrsta fútúristamálverkið. Svo frelsaði hann náttúrulega listaverkið undan eftirmyndarhlutverkinu, gerði fyrsta konsept listaverkið og var þar með fyrsti dadaistinn. Svo má náttúrulega deila um ágæti þessara afreka en þetta hefur t.d. algjörlega mótað flesta list síðustu áratuga.
Súrrealisminn er líka gífurlega áhugavert tímabil, en eftir að hafa haft obsessive áhuga á því í menntaskóla hef ég lagt það aðeins á hilluna. Salvador Dalí var skemmtilega klikkaður karakter, brjálaður snillingur. Ég held meira upp á hann, og líka Míró, frekar en Magritte, þó að hann fái oft ekki góða útreið í listasögunni. André Breton var náttúrulega hugmyndasmiður stefnunnar og ákvað hverjir fengu að vera með og hverjir ekki. Það er líka skemmtilegt að skoða hvernig þessi stefna hélt áfram í Bandaríkjunum, í gegnum abstrakt expressjónismann og líka í bókmenntum, t.d. hjá Beat kynslóðinni.
Af eftirstríðslist Bandaríkjanna held ég mest upp Francis Bacon, Nicholas de Stael, Jackson Pollock, Mark Rothko, Robert Rauschenberg og Jean-Michel Basquiat. Ég held líka mikið upp á marga “lágmenningar”-listamenn (ef svo plebbalega má að orði komast um þá sem komast ekki á síður listasögubóka) s.s. myndskreytinn Ralph Steadman, myndasöguteiknarann Dave McKean og graffitilistamanninn Futura 2000. Mér finnst oft of skörp skil á milli “hærri” og “lægri” listar. Margir af frambærilegustu listamönnum nútímans eru t.d. eflaust að vinna í kvikmyndagerð, grafík, vefhönnun og öðru sem hæfir betur nútímanum heldur en að klessa málningu á striga.
Þetta var langur listi en ég get ekki gert hann styttri. Auðvitað er hann mótaður af því hvað höfðar til mín og hefur t.d. veitt mér innblástur í því sem ég geri.
Leonardo klisja? ;)
Ekki segja sona! Fyrsti uppáhaldslistamaðurinn minn og ég er enn jafn hrifin af honum.
Jámm, sammála um hann…
En var hann Leonardo í jafnvægi? hmm, hann var nú voðalega eirðarlaus eitthvað, æddi úr einu í annað og skildi einungis fá verk eftir fullkláruð :)
En gaman að heyra að Caravaggio sé búinn að fá hér tvö atkvæði ;) Hann er í ofsalegu uppáhaldi hjá mér, einhver sá magnaðasti listamaður sem uppi hefur verið.
hmm.. Rembrandt tvö líka gott, held með mínum mönnum :)
Velazquez, er líka frábær ég fíla sérstaklega mynd hans af hirðfíflinu Don Sebastian, það er eitthvað svo mikil næmni í henni og mikil samkennd.
En hey; “Í andaslitrum fígúratíva málverksins” ?fíguratíva málverkið dó sko aldrei:) Abstrakið fæddist bara!
En af hverju villtu meina að nekt niður stiga hafi verið fyrsta futuristamálverkið? Ég held örugglega að það hafi verið málað 1911.
Futuristarnir voru löngu fyrir þann tíma byrjaðir að gera tilraunir með hreyfingu í málverkum og birtu manifestoið fyrir málaratæknina 1910 (árið áður höfðu þeir birt manifesto futurismans sjálfs) og ég myndi segja að þá hafi þeir verið orðnir nokkuð þróaðir. Nekt niður stiga er venjulega talið sambland af futurisma og kúbisma.
Og ég er heldur ekki sammála um að Duchamp hafi orðið fyrsti dadaistinn.. er ekki einu sinni viss um að hann hafi í raun verið mikill dadaisti ?
Hæfir betur nútímanum hvað? :)
Listamenn þurfa ekki að hæfa nútímanum, þeir þurfa ekki frekar en aðrir að hæfa einu né neinu, þeir finna sko eitthvað sem hæfir þeim sjálfum. Og hvaða máli skiftir hvort vettvangur fyrir list þeirra er olía á striga, eða tölvuskjár?
Mér finnst bara hver og einn eigi að velja þann miðil sem honum hentar. Og svo verður þú nú að viðurkenna að það að “klessa málningu á striga” er mun milliliðalausari og persónulegri tjáningamáti en þessi tölvulist:)
Jább, málverkið er enn á toppnum hehe
En já best að minnast á nokkra snillinga sem aðrir gleimdu…
Goya, þetta er óskaplegur snillingur, Svörtu myndirnar ísidórusarhátíðin, Fjölskylda Karls IV ..ótrúlegt að hafa tekist að mála svona raunsæislega mynd af fjölskyldunni, þau voru nebblega soldið orðin innræktuð, kóngurinn þroskaheftur og allt það, og svo auðvitað 3. maí 1808 er snilld.
de la Tour, fyrst og fremst frábær ljósbeyting, svo góð að hann nálgast caravaggio ískyggilega, enda talinn undir óbeinum áhrifum frá honum, reyndar stundum talinn meðal caravaggistanna.
Veermer, kann alltaf betur og betur að meta hann eitthvað svo mikil einlægni..
Manet, einn mesti frumkvöðull listasögunnar, stundum talnn faðir nútimamyndlistar, frábæru hneyklishellurnar hans Litli skattur á engi og Ólympía
Nolde, síðasta kvöldmáltíðin, það kviknar næstum í hjá honum litbeytingin er svo sterk.
de Kooning, bara flottur jebb ;)
Og margir fleri….
0
Ekki taka það alvarlega þó ég eigi það til að vera yfirlýsingaglaður, og ártöl eru ekki mín sterkasta hlið. Jú það er rétt hjá þér, fútúristar gáfu út manifesto 1909 en <i>Nekt á leið niður stiga nr.2</i> er máluð 1912. Ég veit nú ekki betur en að Duchamp hafi skrúfað reiðhjólahjól við trékoll árið 1913 sem myndi nú teljast dada, en hinn svissneski armur dada stóð frá 1916 til 1922. <i>Fountain</i> var ekki fyrsta dada verkið, en hins vegar fyrsta konsept listaverkið. Marcel Duchamp er náttúrulega sér á báti, hann var í New York en hinir dadaistarnir í Zürich, en hann var að gera algjörlega sambærilega hluti og er þess vegna talinn með þeim. Ef ekki hefði verið fyrir Marcel Duchamp væri ekkert “þurfa ekki frekar en aðrir að hæfa einu né neinu, þeir finna sko eitthvað sem hæfir þeim sjálfum.”
Ég var líka að hugsa um Goya en vissi ekki hvar á átti að staðsetja hann. Ég vil heldur ekki gleyma þýsku expressjónistunum, eins og t.d. henni Käthe Kollwitz.
Mér finnst málverkið síður en svo dautt. Annars sæti ég ekki hér með olíumálningarklessu á buxunum. En eins og kitch-málarinn Odd Nerdrum sagði, sem NB fær ekki að kalla sig listamann, eru flestir talentar og séní að vinna í t.d. kvikmyndageiranum, af því að talent er útlægur úr hálistaheiminum. Kannski er þetta bara einhver biturð í honum, ég veit ekki. En ég er sammála honum að það er ekki alltaf sanngjarnt hvað fær að kallast list og hvað ekki. Annað hvort hafa menn “það” eða ekki, og þá skiptir ekki máli hvaða miðill er notaður.
0
Hvað er þetta, ég hef ekkert á móti yfirlýsigagleði ;)
Enda kryddar það bara samræðurnar, plís ekki hætta!
Já, það er rétt nekt niður stiga nr.2 er máluð 1912, og örugglega réttara að tala um það ártal, enda var það sú útgáfa sem gerði alt vitlaust á armorsýningunni.
En fyrri útgáfan var máluð 1911.
Duchamp er nottla tengdur dadaistunum, eins og þú segir hann var í NY, dadaistarnir einangraðir í sviss. Og mér finnst dadaistarnir eiginlega miklu meiri stjórnleysingjar, mér finnst svona meiri hugsun í því sem Duchamp var að gera.
Ok! Þurfa blablabla.. í mér, I get the point ;)
Takk kæri Duchamp!
Já þetta er skrítið með Nerdrum… en þetta er nú í Noregi, þannig…hehe
0