Ég er algjörlega á móti ritskoðun, svo lengi sem ekki er verið að skaða einhvern með beinum meiðyrðum. Ég rak mig þó á það um daginn að tala gegn eigin sannfæringu, þegar ég vildi láta banna rasistum að tjá sig! Nú er ég aftur kominn til sjálfs mín:) Lifi tjáningarfrelsið (niður með rasisma samt)!
Rasismi í list getur einmitt verið gagnrýni á rasisma, eða klínísk þverskurðarmynd af samfélaginu ef það er rasismi í gangi þar. Ég held að það taki hvort sem enginn listamenn það alvarlega! Erró hefur nú gert nokkur ansi rasísk málverk af m.a. gyðingum. Myndasöguhöfundurinn <a href=
http://www.amazon.com/exec/obidos/ASIN/6303965334/qid=1004302367/sr=8-2/ref=sr_8_3_2/104-8582747-3655141>Robert Crumb</a> hefur verið mjög umdeildur fyrir að sýna rasisma, kvenhatur, klám og alls konar perversjónir, þ.á.m. sifjaspell, í myndasögunum sínum. En kommon, þetta eru bara teikningar! Hann er einn af fáum myndasöguhöfundum sem hafa hlotið viðurkenningu listgagnrýnenda og fengið verk sín sýnd á listasöfnum.
Fyrir nokkrum árum átti að sýna myndlistarsýningu í New York með “fremstu” listamönnum ungu kynslóðarinnar í Bretlandi. Borgarstjóri New York bannaði hana. Þar voru meðal annars dýraverk Damien Hirst, skúlptúr úr mannsblóði (úr listamanninum), málverk með fílaskít og skúlptúrar af afskræmdum líkömum ungra stelpna. David Bowie tók þessa sýningu upp á verndarvæng sinn og sýndi hana á netinu, eina frjálsa fjölmiðlinum, og hún hlaut miklu meiri athygli en annars. Ég veit ekki hvað listamönnunum stóð til, en ég er ekki hlynntur því að banna svona sýningar.
Um daginn sá ég listaverk þar sem búið var að sauma saman hundruði íkorna í einhvers konar yfirhöfn, í landi þar sem íkornar skoppa um og gleðja mann með viðveru sinni á hverjum degi. Fólk gengur í minka- og refapelsum. Við slátrum dýrum í miklu meiri mæli af minna tilefni en að gera listaverk. Af hverju má ekki listamaður gera þetta einu sinni til þess að vekja athygli á boðskap sínum, svo lengi sem dýrið er ekki í útrýmingarhættu og “mannúðlegar” aðferðir eru notaðar? Ég var samt reiður.
Ég las einhvers staðar að Damien Hirst hyggðist gera listaverk úr líkama dauðs manns. Það er einhver búinn að ánafna honum líkama sinn og hann þarf bara að bíða eftir að hann deyji! David Bowie var með svona list sem þema á plötunni Outside. Af hverju að banna þetta, hefur fólk ekki eignarrétt á eigin líkama og frelsi til að ráðstafa honum? Sama er að segja um listakonuna Orlan, þetta er hennar líkami.
Þá er ég búinn að þrengja þetta niður í meiðyrði, sem var kannski það sem þú meintir með greininni? Ég frétti að diskurinn með XXX Rottweilerhundum hefði verið bannaður vegna meiðyrða. Kommon, haldið þið að Davíð Oddson verði sár yfir því sem þeir segja? Þetta er umdeilanlegt. Meiðyrði eru bönnuð samkvæmt stjórnarskránni, ætli það sé ekki ágætt að halda þeirri reglu. En einhvern veginn finnst mér samt aðrar reglur gilda um listaverk heldur en t.d. blaðagreinar. Listaverk eru náttúrulega skáldskapur og standa aðeins utan við raunveruleikann. En jæja, það er allavega ekki lengur kært fyrir guðlast!