Eragon er sem þyrnir í augum fyrir mér. Illa skrifað, illa plottað og illa gert. Þetta er Mary Sue saga 15 ára stráks sem hafði of mikinn frítíma. Það er nákvæmlega ekkert bókmenntalega merkilegt við þetta. Þetta er svona mellow bók á afþreyingarmælikvarðanum, ég hef lesið ástarsögur sem voru betur skrifaðar!
Málið er að hann var ekki undir áhrifum. Hann notaði hugmyndir alveg eins og hinir rithöfundarnir gerðu það. “I am your father” varð að “I am your broher” og svo rausa um það að vondi kallinn væri pabbinn. Vondu skrímslin, voru alveg eins og Uruk Hai, og nafnið eitthvað svipað. Og svo ég fari nú ekki að bölva hvernig greyið strákurinn skirfar… Hver einasta mínúta, þurfti að segj frá öllu. Bókin varð langdregin.
Ég eyddi dýrmætum tíma í að lesa bæði Eragon og Eldst. Ég varð verulega vonsvikin, búið að blása þessa bók svona upp og svo var þetta crap. Aldurinn er engin afsökun því að ég hef séð 12 ára krakka skrifa með þroskaðari og betri stíl og kunna aðnota málið.