Epík er það sem er sagt, líkt og lýrík er það sem er sungið. Þetta hefur oft verið skilgreiningin en samt er hugtakið epík flóknara en svo. Epísk frásögn er t.d. saga sem hefur upphaf, meginmál eða söguþráð og enda. Eitthvað hefðbundið söguform. Til samanburðar myndi ég segja að lýrísk frásögn væri saga með ljóðrænum orðasamsetningum, myndlíkingum og persónugervingum. Epík gæti því verið hugtak fyrir það sem er sagt, saga sem er sögð, frásögn án allra útúrsnúninga eða tilþrifa. Það er svo auðvitað svoleiðis að t.d. bestu skáldsögurnar eru þær sem innihalda eitthvað af öllu, epík, lýrík og dramatík.
Hér eru mínar hugleiðingar.. annars er erfitt að koma með endanlegt svar held ég.