Ég heiti Páll Thayer og er myndlistamaður sem vinnur um þessar mundir mikið með staðsetningarupplýsingar (t.d. GPS) og er með í vinnslu verk sem gengur út á að “teikna” útlínur Íslands út frá veiðiferðum smábáta í kring um landið. Til þess að framkvæma þetta vantar mig GPS “tracklog” smábátaeigenda út um allt land. Flestir bátar eru nú til dags með GPS tæki innanborðs og er í flestum tilfellum tiltölulega lítið mál að tengja tölvu við þessi tæki og hala niður upplýsingar um síðustu ferðir sem textaskjal. Ég væri mjög þakklátur ef einhverjir hér gætu aðstoðað mig við að verða mér úti um slíkar skrár og einnig ef þið gætuð dreift þessum skilaboðum til vina og vandamanna. Ég get vísað á eitt verk sem svipar til þess sem ég hyggst gera við þessar skrár. Það er að finna á slóðinni http://pallit.lhi.is/hlemmC Ef einhverjir geta útvegað slíkar skrár, vinsamlegast sendið þær sem viðhengi á netfangið pall@fa.is Einnig ef þið vitið af einhverjum sem er til í þetta en eruð ekki klár á því hvernig á að hala skjölin niður, getið þið skrifað og fengið aðstoð.
Kærar þakkir,
Páll Thayer
http://www.this.is/pallit
Páll Thayer