Fjodor Dostoyevsky
Fjodor Dostoyevsky fæddist árið 1821 í Mosku, og er einn af þekktustu rithöfundum Rússlands. Á æfi sinni skrifaði hann fjölmargar bækur og eru þekktastar eru Glæpur og Refsing, Karamazo Bræðurnir, Fíflið og Djöflarnir. Hann ferðaðist víða og ásamt ritlistinni voru helstu ástríður hans drykkja og fjárhættuspil sem komu honum eitt sinn í skuldafangelsi í Síberíu. Hann lést árið 1881, sextíu ára gamall.
Þegar Fjodor skrifaði Glæpur og Refsing skuldaði hann mikið og átti hann erfitt með að finna útgefanda þar sem flestir voru búnir að fá nóg af vandræðunum í honum. Á þrem árum tókst honum að skrifa þetta mikla verk, undir mikilli pressu frá útgefandanum. Í fyrstu kom bókin út í sex hlutum en nokkrum árum seinna þegar Fjodor var orðinn þekktari endurgaf hann út bókina í fjórum hlutum, eins og hann vildi alltaf. Það var líkt með Fjodor og aðalpersónu bókarinnar, báðir voru skuldugir og reyndu hvað þeir gátu til að eignast pening, og hefði bókin eflaust aldrei orðið eins áhrifamikil ef það hefði ekki verið svona erfitt hjá Fjodor. Ég veit ekki um neinn rithöfund sem hefur náð að túlka mannskeppnuna á þann einstaka hátt sem Fjodor gerði. Persónurnar verða lifandi, atburðarásin einstök, og tilfinningarnar raunverulegar. Boðskapur bókarinnar er ótrúlegur, pælingarnar djúpar, og sagan situr endalaust, þótt stundum falin, djúpt í vitund þeirra sem lesa hana, og fær marga til að lesa hana aftur og aftur. Magnaður listamaður sem flestir ættu að líta á.