ok, ég kom frá útlöndum í sept. og missti heilar tvær vikur úr myndlistaskólanum…samasem listaháskóla, bara ekki í Rvk. Ég missti af 2ja vikna videoáfanga og þarf að bæta þetta upp með aukaverkefni, sem þarf ekki endilega að vera videóverk. Ég talaði við skólastjórann og ég á að láta hann vita þegar ég fæ hugmynd. Nú fékk ég hugmynd og vil spyrja ykkur álits.
Ég man flesta drauma sem mig dreymir og þeir eru mjög frumlegir. Margir hafa spurt mig hvaðan í veröldinni ég kem með að dreyma svona furðulega og hvað sé eiginlega í undirvitund minni. Ég ætla að segja skólastjóranum að ég vilji skrifa niður draumana og láta fylgja myndútskýringar og kannski ráðningar ef ég finn. Hvernig líst ykkur á?
Það er mjöög erfitt að útskýra þessa drauma í myndum, en vegna teiknikunnáttu minnar ætla ég að reyna ef hann samþykkir hugmyndina.