List, fólk hefur verið að röfla í mörg hundruði ára um hvað list er og hvað ekki.. þetta fólk vantar gjörsamlega skilning á alheiminum!.. Til að skilja hvað list er þá þurfum við að skilja hvernig hlutir eru til í alheiminum, það eru til hlutir sem “eru bara” og verða alltaf, alveg sama hvort það sé til vitund eða ekki, svo eru til hlutir sem eru ekki til nema vitund segji til um “að þeir séu”, eins og t.d. “tilgangur”, tilgangur er skipaður af vitund, ekkert hefur tilgang nema að því sé gefið það og aðeins vitund(vitund með ákveðna gáfu í þessu tilviki) getur það.. þannig ef allt líf og gerfi-líf(artifical-life) væri eitt þá hefði ekkert skipaðann tilgang.. okay þá er það komið á hreint. Allavega þá gildir það sama um list, list er skipuð af ákveðni gáfu sem við höfum, köllum það bara “listagáfu”, eitthvað er list því við segjum svo, það var aldrei list nema því við skipuðum það sem list. Nú ef list er ekki regla alheimsins heldur eitthvað sem við ákveðum, þá hlítur list að vera einstaklingsbundin þar sem “við” höfum mismunandi skoðanir, mismunandi skynjun á hvað okkur þikir vera list því list er ekki ákveðinn af reglum alheimsins. Þar með getur sumt verið list fyrir einum meðann fyrir öðrum er það ekki(einn hlutur getur verið tveir ólíkir hlutir fyrir tveim einstaklingum þegar verið er að ákveða gildi hlutsins í svona afstæðum skilningi), þar með er list algjörlega einstaklingsbundin og ekki hægt að segja að eitthvað eitt sé list og annað ekki.
Sp: Hvað er List?
Sv: List er einstaklingsbundið hugtak, mismunandi eftir því hvað einstæklingar skynja sem list.
Það var nú ekki flóknara en þetta :)