Vinkona mín, eldri kona, bað mig að gera handa sér málverk til að hengja upp í stofunni hjá sér. Hún sagði að ég mætti ráða öllu um myndefnið og það gerði ég. EN…það er meira en að segja það að segja bara…hmmm já ég ætla að mála mynd handa honum Kalla sem hann kaupir af mér og hengir upp í stofunni hjá sér. Það er betra að halda sýningu með mörgum myndum og láta fólk velja og sjá myndina áður en það ákveður að borga bara fyrir eitthvað sem maður ræður sjálfur hvernig á að líta út.
Hún kom áðan að skoða hjá mér. Myndefnin á 2 málverkum hétu: kattarkona/konuköttur. Á einni myndinni var ein kisan með meira útlit kisu heldur en útlit konu og á hinni myndinni lítur kisan meira út sem kona heldur en kisa.
Viðskiptavini mínum, vinkonu minni, lesit mjög vel á hvað myndin var vel gerð en sagði…hmmm þetta eru mjög sérstök höfð á þeim. Það eru engin tré á myndinni. Þetta er mjööög vel gert en Mjjjjöööög sérstakt myndefni.
Myndirnar eru ekki enn alveg þornaðar því þær voru málaðar með olíu. Þau hjónin kaupa þær samt held ég(vonandi!) og bíða nú eftir að myndirnar þorni. Nú er bara að sjá hvort þær passi inn í stofu hjá þeim.
Mamma mín hafði þá rétt fyrir sér með því að segja: Verður þú ekki að skoða stofuna hjá þeim fyrst og gera myndir sem passa þar inn? Þá sagði ég: Nei, þetta eru ekki húsgögn. Ég verð að gera þetta frá mínu hjarta.
Nú spyr ég ykkur: hver hefur rétt fyrir sér, ég eða mamma? Við höfum báðar á einhvern hátt rétt fyrir okkur.
Ég segi að maður þurfi að halda sýningu með miklu úrvali af myndum svo fólk ráði hvað það gerir við peningana sína. Nú kannski líður vinkonu minni þannig eins og henni sé skylt að borga fyrir það sem henni líst kannski ekki fullkomlega á????