Ég er að spá með framtíðina fyrst ég er svona löt að gera málverk núna og ætla virkilega að reyna að lifa á listinni. Mér finnst ég hneykslanlega löt núna…það löt að ég er farin að ímynda mér að ég sé búin að gera fullt af listaverkum til að selja til að safna fyrir útlandaferð í haust. Ég kem mér alls ekki í gang að klára 2 málverk núna og er farin að hafa áhyggjur af þessu.
Ég vinn frá 9-5 í búð og auðvitað er maður þreyttur eftir vinnudaginn. Það þarf svo mikla andlega og líkamlega orku til að koma sér í að mála. Ef ég væri ekki að vinna í búðinni, væri ég þá ekki með fulla orku til að klára þetta?
Ég er alveg búin eftir vinnuna. Í vinnunni hugsa ég: Oh, þessi leiðindavinna tefur mig frá áhugamálinu sem ég ætla að vinna við í framtíðinni! Leiðindabúð!
Eru fleiri svona? Eruð þið ekki nógu þreytt eftir vinnu til að nota svo það sem eftir er af orkunni til að teikna eða mála(ef þið hafið þann áhuga og ef einhver orka er eftir)?