Jæja, þá er ég að fara að gera skissur að hljómsveit…bara einhverri hljómsveit til að gefa sem pastellitalistaverk í þrítugs afmælisgjöf…en rosalega er erfitt að teikna strákana að spila á gítar!!!!! Hendurnar eru flóknar og erfiðar. Ég þarf að gera margar skissur áður en ég geri aðalverkið.
Er einhver hér sem hefur sérhæft sig í ákveðnu myndefni en farið svo allt í einu útí annað myndefni sem er það erfitt að maður hefur ekki látið sér detta í hug að teikna það. Allt er einhverntímann fyrst er það ekki;) Þetta á eftir að vera góð þjálfun.
