Ég hef mest verið í því að mála hina hverfandi náttúru með augum hins hverfandi listamanns.
Kattahugmyndin þykir mér frábær, hún tjáir einmitt svo vel hugsun okkar gagnvart lífríkinu, hinni ímynduðu sameiningu manns/konu við hið margbrotna fyrirbæri og persónu sem náttúran er… En endar með því að vera einhverskonar vanskapnaður og ónáttúruleg rökleysa.
Ég sel ágætlega, fólk virðist þó vera spenntara fyrir málverkunum heldur en annari list. Þrátt fyrir það, mun ég ekki gefast upp. Enda álít ég mig vera talsmann, minnisvarða, skilti sem bendir til náttúrunnar og segir “ekki gleyma”, orð sem verða að hvísli í vindum sem óma um aldir.
Því tel ég peninga ekki skipta máli í þessu samhengi. Utan þess að minnisvarðinn verður stöku sinnum að borða.
Ég lærði í Belgíu og í Þýskalandi á sínum tíma, en sumir hlutir, eins og þú sjálf veist, verða ekki kenndir.
En nú hef ég lesið öðru hverju það sem þú hefur skrifað hérna, og er ákaflega spenntur fyrir verkum þínum. En mig langar líka til að varpa til þín spurningu:
Hver er hugsjón þín með listinni? Hvað býr að baki öllu þessu?