Það er hægt að kaupa alla stirkleika á blíöntum hjá pennanum, bara spurja hvar teikniblíantarnir eru. Annars finst mér penninn oft á tíðum of dýr! Ég keypti mér pensil, mjög góðan olíu pensil í Litir og Föndur, mjúkur með hrossahárum, skoðaði svo eins þannig pensil í Pennanum úr gervihárum og hann var helmingi dýrari! Minnir að hrossahárs pensillinn kostaði 1000 en gervi pensillinn 2500!! penslar úr dýarhárum eru betri, mikklu betri. Þessi pensill er þegar búinn að skila frá sér 3 snilldar málverkum sem ég er mjög ánægð með :D (ekki langt síðan ég keypti pensilin)
Svo í sambandi við skyggingar pappa-pennan (ég geri ráð fyrir að skyggingarpenninn þinn sé úr uppvöfðum pappa), mjög gott að nota þetta, en ég mæli samt með að þú þjálfir þig í að skiggja sjálf, það er kúnst, en þessi penni er það í raun ekki. Ég notaði mikið puttana til að skiggja, ákvað svo að prófa að sleppa því og áttaði mig á að ég gat lítið sem ekkert skyggt! En ég gaf upp putta aðferðinni, notaði bara mismunandi stirkleika af blíöntum, líka bara einn til að gera þetta erfiðara fyrir mig og skyggingarnar bötnuðu rosalega :D á endanum var ég farin að geta skyggt án þess að blíantsförin sáust… en það er samt enn helvíti erfitt en ég get það :) svo ekki bara nota þessa skyggingarpenna, ögraðu sjálfri þér og reyndu að þjálfa þig í hinsegin skyggingu… allavega mæli ég með því.