Páll Thayer
Heimspeki og myndlist
Þann 21. nóvember í stofu 101 í Odda kl. 20:00 gengst Félag áhugamanna um heimspeki fyrir fundi um fagurfræði netsins og hvaða áhrif það hefur á skilning okkar á listhugtakinu. Margrét Elísabet Ólafsdóttur flytur lestur um efnið og Páll Thayer og Ragnar Helgi Ólafsson sýna verk sín. Þau munu svo sitja í panel ásamt fleirum og ræða málin í víðu samhengi. Hér er riðið á vaðið með að fást við tengsl myndlistar og heimspeki, en áður hefur félagið fengist við tengsl bókmennta og heimspeki.