Ný Harry Potter-bók kann að koma út fyrir jólin
Hjónin J.K. Rowlings og Neil Murray.
Fimmta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kann að koma út fyrir jólin, að sögn J.K. Rowling, höfundar bókanna. Í viðtali við breska blaðið The Times er Rowling spurð hvort aðdáendur Harrys Potters megi eiga von á jólagjöf frá henni, svaraði hún: „Líklega.\"
Nýja bókin mun heita Harry Potter og regla Fönix. Orðrómur hefur verið um að Rowling hafi fengið höfundarstíflu en í viðtalinu segir hún að bókinni sé nánast lokið. Hún segir að handritið sé á skrifstofu hennar og bókin verði álíka löng og sú síðasta, Harry Potter og eldbikarinn, sem var 636 blaðsíður.
Þá sagðist Rowling þegar hafa samið söguþráð tveggja bóka í viðbót en sjöunda bókin verði sú síðasta um Harry Potter.
Rowlings, sem er 37 ára, á von á barni með eiginmanni sínum, lækninum Neil Murray. Fyrir á Rowling 9 ára stúlku frá fyrra hjónabandi