Nú virðist enn lengra þangað til fimmta bókin kemur út. J.K. Rowling hafði aldrei lofað ákveðnum útgáfudegi en margir vonuðu að Harry Potter og fönixreglan kæmi í hillur bókaverslana í sumar.

Nú segja útgefendur að það verði ekki fyrr en næsta ár.

Bandaríska útgáfufyrirtækið Scholastic segir að bókin sé væntanleg einhverntíma fyrir júnímánuð 2003.

Talsmaður Rowling segir: „Það er enginn lokaskiladagur og var aldrei neinn. Hún er ekki með ritstíflu og hún er að skrifa á fullu.“ Og breska útgáfufyrirtækið segir að hún sé að njóta þess að skrifa bókina.

„Um leið og við höfum fengið fullbúið handritið í hendur skulum við gefa upp útgáfudag,“ segir talsmaðurinn. „Við hlökkum jafn mikið til og aðdáendur Harry Potter.“

Nú er netbókaverslunin Amazon hætt að taka á móti ðöntunum fyrir fimmtu bókina - þar til meira verður vitað um útgáfudag. Við vonum öll að bókin verði biðarinnar virði.

Rowling hafði sagt að bókin kæmi út í október/nóvember 2001, um svipað leyti og myndin, en hún tafðist. Svo var sagt að bókin kæmi út í júlí.

Nú var að koma tilkynning frá Lucy Chapman, talsmanni Bloomsbury (sem gefur bækurnar út á Englandi).

Chapman segir um Harry Potter og Fönixregluna: „Hún er enn að skrifa hana. Þangað til hún skilar handritinu getum við ekki auglýst útgáfudag,“ segir hún. „Við vonum að það verði sumarlok og ef til vill verður það ekki fyrr en í haust.“

Chapman segir að útgáfufyrirtækið vilji ekki setja pressu á höfundinn. „Við ætlum ekki að ýta á eftir þessari bók,“ segir hún. Yfirleitt líða um það bil 3 mánuðir frá því handriti er skilað inn þar til bókin kemur út.

Rowling hefur haldið sig utan sviðsljóssins síðan fyrsta kvikmyndin var frumsýnd í nóvember. Hún giftist Neil Murray, lækni frá Edinborg, í desember.

Breska forlagið Bloomsbury og bandaríska forlagið Scholastic hefðu helst kosið að fimmta bókin kæmi út áður en önnur myndin, „Harry Potter og leyniklefinn“ verður frumsýnd í nóvember.En svo verður víst ekki.

Ef Rowling skilar bókinni í september kemur hún e.t.v. út í desember í Bretlandi en þá er lítil von til þess að hún komi út hér á landi fyrir jólin. Æ, æ, og aftur æ, kæru aðdáendur. En við huggum okkur við allar hinar góðu bækurnar sem bjóðast, ekki satt?

frá:http://www.mmedia.is/ah/harrybok_5.htm mjög góð síða