Giovanni Bellini er fæddur um 1430 í Feneyjum á Ítalíu. Faðir hans sem var málari, var einn af nemendum leiðtogahópsins til að endurvekja gotneska list. Giovanni og bróðir hans byrjuðu báðir ferla sína sem aðstoðarmenn í vinnuherbergi föður þeirra. Bellini vann fyrst með temperu, hann þurfti að búa til sitt eigið litarefni sem hann verkaði úr jurta og steinríkinu. Hann muldi efnið í fínt púður milli tveggja steina og blandaði rétt fyrir notkun í fljótandi bindiefni sem varð eins og deig. Eggjahvíta var oft notuð en þornaði of flótt. En eftir að niðurlenski málarinn að nafni Jan van Eyck fann upp olíulitina tókst Bellini að ná enn betri tökum á mikilfengni litadýrðarinnar. Frá byrjun málaði Bellini með náttúrulegum litum og í myndum eru litirnir svo glæsilegir að það er það fyrsta sem áhorfandinn tekur eftir áður en hann tekur eftir myndefninu sjálfu. Hann sá einnig hvernig breyta mátti hefðbundnum ímyndum guðsmóður og dýrlinganna í mannverur af holdi og blóði án þess að þær misstu tign sína og helgiblæ (sjá Saga Listarinnar bls. 328).
“Angistin í Garðinum” (The Agony in the Garden) var fyrsta málverk hans af Feneyskum landslags myndum sem þróuðust áfram næstu aldirnar. Þegar ferill hans hélt svo áfram sem málari varð hann einn frægasti landslags málari sem uppi hefur verið. Ein altaristafla sem Bellini gerði, “St. Vincent Ferrer” stendur enn í kirkjunni Paolo í Feneyjum og var hún máluð um 1470.
Bellini lést árið 1516 í Feneyjum, 86 ára að aldri.