Einhverntíman, þegar poppuppið um að senda megi ljóð í
einhverja samkeppni, hoppaði upp á skjáinn í þúsundasta
skipti ákvað ég að senda inn ljóð. Ég skrifaði einhverja
hörmung, Ode to Computerage, sem var bull á bull ofan, og
sendi. fyrir nokkrum vikum fékk ég svo sent bréf um það að
ljóið mitt hefði verið valið til að vera með í ljóðabók með
nokkur hundruð fleiri ljóðum. Ég las bréfið, hló pínu og henti
því í ruslið. Síðan, sirka tveim vikum seinna, kom annað bréf
um að eitthvað meira eigi að gera við ljóðið mitt, lesa það upp
á snældu og eitthvað fleira. Í þetta sinn áhvað ég að staðfesta
að ég hefði gert þetta ljóð og senda það til baka. Nú fæ ég
svo e-mail um að mér sé boðið á eitthvað ljóðafestival til að
lesa ljóðið upphátt og eitthvað fleira.
Þetta er nú bara skondið þar sem ljóðið var svo mikið bull að
að það er hreint og beint fyndið að lesa það. Samt er manni
boðoið í veislur og svona út af því.
Hefur eitthvað svipað komið fyrir ykkur?
Inga, “rithöfundur”
:c)