Ég samdi þetta ljóð ekki mikið löngu eftir árásirnar á World Trade Center 11. september.



FÁÐU ÞÉR JÓNU, VINUR


Fáðu þér jónu vinur
því í gær hófst geðveikin
hverfð'inní draumaheiminn
því allt er skárra en geðveikin

Þeir felldu tvíbura Kana
og núna hefst blóðbaðið
þúsundum munu þeir bana
ef þeir fá ekki ófétið

Fáðu þér jónu, vinur
sogaðu vel að þér
því stjórnin lýsir sig ráðþrota
hvað verður um þetta sker?

Heimurinn er grár og gugginn
þetta getur ekki endað vel
blöðin æpa, leiðtogar karpa
en landinn dregur sig inn í skel

Því segi ég; fáðu þér jónu, vinur
því stríði hefur verið lýst
og vígbúnaðurinn er hafinn
saklausum slátrað, það eitt er víst

Fáðu þér jónu, vinur
því nú verður sorfið til stáls
í morgun voru smábæir sprengdir
og ungbörnin skorin á háls

Fáðu þér jónu, vinur
því logarnir leika glatt
konum og börnum var nauðgað
nú liggja hræ þeirra tætt út um allt

Þau heyrirðu enn, skelfingarópin
er blóðstakkur var þeim ristur
en nú eru kropparnir kaldir í tætlum
sérhver af dauðanum kysstur

Já, fáðu þér jónu, vinur
halaðu inn ógeðið
því dómurinn féll í gær
og enginn sér fyrir framhaldið




Endilega komið með álit ykkar og leyfið mér að vita hvað ykkur finnst.

Með kærri kveðju

Einar Steinn Valgarðsson (A.K.A. rumputuski)