Þetta skrifaði kennarinn minn upp í heimspekitíma:
* Sérhvað sem veldur fagurfræðilegri reynslu (of víð skilgreining
sagði kennarinn um þetta)
* tjáning eða miðlun tilfinninga
* eftirlíking náttúru eða einhverskonar fulltrúi raunveruleikans
* allt sem hefur verið viðurkennt sem list af hæfum aðila eða
stofnun
* eitthvað sem býr yfir fegurð (sem er hlutlægur eiginleiki og
felur í sér jafnvægi og samsvörun hluta. Formið er
grundvallareiginleiki listar)
Símon Jóh. Ágústsson segir: “List er tjáning einstæðrar,
persónulegrar reynslu, endurtekur sig aldrei (er aldrei eins)
Kant segir: ”List felur í sér stefnu án skýrrar hugmyndar um
markmið.“
höldum svo áfram með það sem er haldið að list sé:
* List er jafneinföld og það er erfitt að skilgreina hana
* List (og fegurð) er í auga sjáandans
* List er sérhver hlutur eða mynd sem er skilgreint sem list af
skapara sínum.
* List er þá hlutur eða mynd sem virka á sjáandann sem
tjáningarrík eða vekur með honum fagurfræðilega reynslu
* Heimspeki kom á undan list. Fyrstu kenningar um hvað list sé.
talað um Platon: ”Sjónræn list er eftirlíking, hæfni, leikni,færni.
auka grein um listina: Stærðfræðin var mikilvæg Platoni, algild
sannindi um hvað “hið góða” er. Eftirlíking af eftirlíkingum.
Að áliti hans voru myndlistarverk ekkert annað en
skuggamyndir…lélegar eftirlíkingar.
Platon var listamaður-mesti rithöfundur sem uppi hefur verið.
Myndræn blekking getur verið varasöm, þegar kemur að listinni er
það tvöföld blekking, segir Platon.
Platon var líka á því að listaverk veki upp tilfinningar hjá fólki
sem eru óæskilegar og ekki af hinu góða. List sé siðspillandi og
pólitískt hættuleg. Myndir sýndu frávik frá sannleikanum