Hæhæ,
nú er ég byrjuð á lokaverkefni fyrsta árs í málun-fagurlistadeild í
Myndlistaskólanum. Ég er lengst komin af öllum og við erum tólf
talsins…flestir á öðru ári, svo erum við fimm á fyrsta ári.
Ég og allir erum að fara að skila svona greinargerð sem lýsir því
nákvæmlega hvað við ætlum að skila verki okkar í mörgum málverkum,
stærðina á þeim, hugmyndalýsingu og þróun hugmyndarinnar sem við
(hver og einn hefur sína hugmynd) erum að fást við. Þetta er svo
GAMAN! Nú kemur kennarinn bara einu sinni í viku til okkar til að
sjá hvernig gengur með þróun hugmyndanna og reynir að leiðbeina ef
eitthvað passar ekki. Við eigum að sýna listræn vinnubrögð
auðvitað og svo getur maður alveg eins sofið út og mætt í skólann í
hádeginu til að fást við verkið, því enginn kennari er yfir okkur.
Þetta er til að sýna sjálfstæði, sýna að ekki sé allt í lausu lofti
þótt kennarinn sé ekki á staðnum, því í framtíðinni höfum við svo
engan kennara þegar við setjum upp sýningar sjálf, og ALLTAF þarf
maður að skila svona nákvæmri greinargerð áður en maður byrjar á
verkinu. Ég er að fara að skila minni hugmynd í ellefu málverkum
TAKK FYRIR, en þau erum lítil…24 sinnum 30 cm.
Er að skissa núna, þetta er svona animation hjá mér. Ég tók
ljósmyndir af frændsystkinum mínum segja stafahljóðin í nöfnunum
sínum, einn stafur á hverri mynd, nota gegnsæjan pappír til að
breyta munnsvipnum-sem skiptir ÖLLU máli í verkinu mínu, hvernig
munnurinn breytist með hverjum staf. Svo komið þið bara, elsku
hugafélagarnir mínir til Akureyrar 18-20. maí á sýningu
Myndlist