Jæja, nú eftir 2 vikur er ég að fara að gera lokaverkefni fyrsta árs á háskólastigi í Myndlistaskólanum á Akureyri og ég hlakka svo til!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég er með svo GÓÐA HUGMYND!!!!!!!
Þetta er gert til að sýna kennaranum hvað við erum sjálfstæð í 5 heilar vikur. Við eigum að koma með eigin hugmynd og skila í málverki (þeir sem eru í málun…t.d. ég- en þeir sem eru í grafískri hönnun gera eitthvað grafískt). Það á að halda dagbók um hugmyndina og skila eins konar skýrslu um vinnubrögðin :D Kennarinn verður varla á staðnum nema lítur aðeins til okkar einu sinni í viku til að sjá hvernig gengur :)
Mín hugmynd, sem ég hef lengi hugsað mig vel um, er að gera svona animation tilfinningu. Ætla að nota digital videóvélina mína og mynda litlu frændsystkinin mín þegar þau segja nafnið sitt MJÖG MJÖG HÆGT svo ég nái varahreyfingunum þegar þau segja hvern staf. Svo fer ég með þetta í tölvuna í skólanum og frysti það sem ég vil prenta út. Þá geri ég æfingar í varahreyfingum með olíulitunum…sýni munninn á þeim segja hvern staf í nafni og raða nafninu rétt upp staf fyrir staf. Skiljiði? Þegar fólk svo lítur yfir allt…öll málverkin sem eru ekki of stór…þá sjá þau að varirnar eru að segja eitthvað og ég skrifa bókstaf við hverja hreyfingu og þá myndar það nafn barnsins
Þetta er sýning á því hvað andlitið breytist í lögun og hvað andlitið hefur mikið af vöðvum :) Við eigum svo óteljandi svipbrigði að það er alveg ótrúlegt og ég vil sjá það í málverki TAKK FYRIR