Ég hef alltaf ætlað mér að verða myndlistarkona í framtíðinni og
mér er það í blóð borið, hef alltaf haft þörf fyrir blað og penna
við hönd síðan ég var svona 10 mánaða ungt barn!!!!!
Nú er ég listamaður og það sem kennararnir hafa sagt við okkur í
listaskólanum, er það að það er MJÖG erfitt bæði andlega OG
líkamlega að vera listamaður. Þetta er enginn leikur!!!
Amma mín sagði alltaf við mig:“Þú hefur það svo gott að verða
listamaður,þá getur þú unnið þegar þér sýnist og á hvaða tíma sem
þér sýnist.” Ég var lengi sammála henni þangað til ég er farin að
reyna þetta. Maður getur oft ekki sofið á nóttunni fyrir streitu
því það er EKKI AUÐVELT að skila bara frá sér einhverju málverki og
selja það á stundinni. Það þarf mikla og sterka þrautseigju til að
vinna eitt verk. Ég hef alveg fundið MIKIÐ fyrir því með eitt
málverk, ég verð svo PIRRUÐ, því það er ekki allt útlítandi eins og
maður óskar sér!!!! Get oft ekki sofið útaf einhverju einu
smáatriði!!!!
Þótt þetta sé ekki 9-5 vinna, þá er þetta MIKIL MIKIL vinna og oft
stanslausir dagar í eina mynd sem maður vill helst vera búinn með
og byrja á nýrri….ef kraftarnir eru ekki á þrotum (mjög líklegt
að það sé andleysi eftir eitt átakamikið verk!
Þetta er bara hver önnur vinna. Svo er vinkona mín að biðja mig um
að gera heilt málverk sem hún heldur að taki enga stund og vill fá
það fyrir skít á priki…Hún hefur sko ekki séð pirringinn í mér
við hvert smáatriði eftir ljósmynd…hvert smáatriði getur tekið
meira en klst til að verða nokkurnveginn ánægður með verkið. Það
mætti halda að sumir haldi að þetta sé eitthvað föndur. En ég vil
að fólk líti á verk með verðmætu sjónarmiði. Ég geri ekki
abstraktmyndir og finnst þær ekki við mitt hæfi. Gerir mjög raunsæ
olíuverk. Nú hef ég ákveðið að hafa hverja andlitsmynd á 25.000 kr
en vil helst hafa það á 100.000 bara útaf orkutapinu sem verður
eftir vinnuna sem lögð er í myndina. Ef hún borgar mér eitthvað
lágt,þá fer sá litli peningur í efnið bara en ekki fyrir alla
þrautseigjuna. Þannig að ég ætla bara að klippa niður striga sem
ég á, en ekki að ramma hana í blindramma…það getur hún gert sjálf
til að sjá kostnaðinn SJÁLF TAKK FYRIR!!!!!!!
Sunir komast upp með að kaupa mann ódýrt en næst skal hún fá að
borga 25.000, þó ég viti að hún sé fátæk…ég er ekkert ríkari en
hún- ég er fátækur námsmaður!!!!! og mig vantar pening fyrir
vinnunni. Ekki á ég pening fyrir öllu efni fyrir hvern og einn.
Olíulitir og blindrammar og penslar…ÞETTA ER OKUR
JARÐARINNAR!!!!!!
Vildi bara svona fá útrás því ég vil ekki láta suma halda að þetta
sé föndur. Sjálfur kennarinn sem sagði frá þessu segir að þetta sé
erfitt líf að vera listamaður og