Ég get ekki lengur orða bundist!!
Hvað er að??
Gunnar í krossinum fordæmir bækurnar (kemur svo sem ekkert á óvart,athyglissjúkur sem mest getur).Og svo eru brennur í USA þar sem bókunum um Harry Potter er kastað á bál.Ég er bara ekki að skilja þessa fordæmingu,þetta eru ævintýri af hæsta gæðaflokki!!
Það er einhver hræðsla við að börn og ungmenni tileinki sér galdra við það eitt að lesa bókina?? Er fólk alveg að tapa sér,er virðingin fyrir börnunum ekki meira en það? Ekki er það fordæmt þegar börn eru í tölvuleikjum ,þar sem dráp eru í aðalhlutverki,það er ekki guðlegt seinast þegar ég vissi,en um leið og börn slíta sig loks frá tölvunni og hefja bókalestur,sem er ekkert nema jákvætt,þá er það fordæmt.Ef fólk er svona hrætt við dulræn fyrirbrigði og þess háttar,af hverju þá ekki að fordæma bækur um dulspeki,spennusögur,ástarsögur????