Kominn tími á smá leiklistargreiningu. En það vantar áhugamálið undir það.
Mýrin e. Arnald Indriðason.
Aðalhlutverk: Sigurður Skúlason
Ég er ekki mikill aðdáandi forsniðinna bókmennta eða leiklistar, samt sem áður las ég eitt sinn Mýrinna eftir Arnald Indriða. Fyrst ég las bókina gat ég ekki staðnæmst þar og hlustaði því á samnefnt útvarpsleikrit.
Útvarpsleikritið bregður lítið útfrá bókinni en þó eru þónokkrir atburðir sem breytt er lítillega til að aðlaga að forminu. Til dæmis byrjar leikritið á sjálfu morðinu en bókin hefst þegar Erlendur er mættur á morðstaðinn. Þar sem ég hafði lesið bókina fyrst hafði sú breyting ekki mikil áhrif en ég myndi ætla að hún geri sjálf morðmálið lítið augljósara. Annars fjallar leikritið um Erlend ranskóknarlögreglumann. Hann er settur í að rannsaka morð sem framið hafði verið í Norðurmýrinni í Reykjavík. Rannskóknin dregur hann inn í gamalt nauðgunnarmál sem og mannshvarf sem áttu sér stað á sjöunda áratugi seinustu aldar. Einnig hrjáir brenglað fjölskyldulíf greyið mannin því dóttir hans er í harðri neyslu.
Leikurinn og handritið eiga það sameiginlegt að gera það sem gera þarf. Lítið reynir á hvorugt, enda er þetta bara sakamálaleikrit. Þó gerir Sigurður Skúlason vel sem Erlendur og Hilmir Snær er frábær sem Einar. Annars reynir lítið á aðra leikara.
Tónlistin fannst mér hreinlega léleg. Þrátt fyrir að Why does my heart feel so bad með Moby sé alveg frábært lag og eigi sæmilega vel við í endanum á það alveg hræðilega við persónuna Erlend. Annað líka með þetta lag er að það er eina lagið, utan þemalagsins, sem heyrist í leikritinu, það hefði mátt koma með aðeins meiri breidd þar. Þemalagið er heldur ofaukið. Það má segja að tónlistin dúndri drömunni einum of fast í æðina á manni. Það bætir þó aðeins úr skák að það er fullkomið sem „reyfaratónlist“.
Útvarpsleikritarformið er eitt þeirra listgreina sem hljóðvinsla er einna mikilvægust. Hljóðvinslan í Mýrinni var að mínu mati til fyrirmyndar. Bergmál og aðrir slíkir fítusar voru notaðir á hárréttum augnablikum, annað dæmi um góða hljóðvinnslu er rigningin sem var svo áberandi í bókinni. En hún á það til að vera háværari á sumum stöðum og hjálpar það mikið að gefa hlustandanum þá tilfiningu sem hann á að hafa.
Ég verð að viðurkenna að ég leyfi mér ekki að fíla þetta leikrit eins mikið og það á sennilega skilið og þá er það aðallega fordómar mínir gagnvart reyfurum að kenna. Mér fannst sagan hreinlega of leiðinleg til að geta haft verkið í heild í hávegum haft. Þó var margt þarna til fyrirmyndar og leikritið skilar því frá sér sem til þess er ætlast. Ég myndi flokka það sem góðan sumarsmell en ekkert meira en það.
Ég gef því 21,2 grömm af gulli af 38,9 grömmum mögulegum.
…Og plís, leiklistaráhugamál. As sún as passebol.