*fantasia* Jæja, loksins. Þetta er sjöundi dagur áttundar mánaðar, sjötta ársins á öðrum árþúsundi eftir krist. Hér fyrir framan mig er leiklistafrömuðurinn, sá sem ruddi veginn fyrir ungum listamönnum, hinn eini sanni, Andri. Þetta er nýr dálkur í /bókmenntir og listi þar sem við fáum að kynnast frægum leikurum og hvernig þeir hafa höndlað frægðina.
Hann kemur sér vel fyrir í rauðum hægindastólnum og tekur fram sápukúlupípu og byrjar að spúa sápukúlum eins og hinn versti reykingamaður. Ég læt bara sem ekkert sé og tek fram stílabókina þar sem ég var staðföst á að skrifa nokkra góða punkta um þennan fræga mann.
*fantasia* Jæja Andri, hvað segirðu svo gott?
Hann brosir ískyggilega mikið áður en hann svarar, glottir frekar, en ég er auðvitað ávallt siðprúð.
*Andri* Ég er sem heitur elgur, ávallt hress, þó að frægðin sé að taka sinn toll þá höndlar maður þessar leiklistargrúppíur eins og ekkert sé.
*fantasia* Hver var megin ástæða þess að þú fórst í leiklistina?
Ég sé blik í augum hans er hann rifjar upp gamla tíma. Hann svarar ekki strax heldur spúir nokkrum sápukúlum úr þessari fallegu sápukúlupípu, líkt og Sherlock Holmes gerði í forðum.
*Andri* Mjáá, þetta byrjaði allt í Grease í sjöunda bekk og ég ákvað bara að hætta á toppnum þar, kannski mun maður þó taka þetta aftur seinna fyrir væna fúlgu, þó að tekjurnar eru ennþá að koma inn.
*fantasia* Ertu á því að frægðin hafi breytt lífi þínu?
Andri okkar, hinn frægi hikar þegar ég ber þessa spurningu upp. Hann lítur óvænt í kringum sig áður en hann svarar, hálf þvingað.
*Andri* Frægðin hefur sína skuggahliðar eins og dóp og svona, en maður náði að rífa sig uppúr því eftir þetta.
Hann verður allt í einu skömmustulegur og byrjar að smella fingrum ótt og títt. Pirrandi! EN ég, sem góður fréttartiari læt það auðvitað ekki fara í taugarnar á mér heldur held áfram.
*fantasia* Hvernig var að sjá skuggahlið frægðarinnar? Eitthvað sem þú mundir vilja upplifa aftur eða gleyma sem fyrst?
*Andri* Meina, það var alveg skítsæmilegt svosem, maður kynntist mönnum eins og Tryggva tönn, Fannari fangelsi og álíka hörðum mönnum sem maður getur alltaf haft samband við. Maður vill ekkert gleyma þessum tímum þegar maður var á ýmsum efnum og leikandi sér í löggu og bófa útá róló.
Þvílíkt og annað eins! Hann svarar mér heiðarlega, ég er… djúpt snortin. Hann tottar enn á þessari sápukúlu pípu sinni þó að sápukúlurnar eru orðnar ansi litlar. Móðir hans Andra kemur inn og segir að hann þurfi að fara í háttinn. Andri þakkar fyrir sig og kveður og ég sit þarna ein á móti rauðum hægindastól með fullt af spurningum sem ég átti eftir að spurja hinn mikla Andra sem verður að bíða betri tíma.