(Ég ætla að senda þetta hérna inn, þar sem ég fann engan kork sem mér fannst viðeigandi.)

Sæl öll þið bókmennta/lista fíklar. Ég vil byrja á að lýsa ánægju minni með þetta áhugamál og ykkur öll sem stundið það.
Á hinn bóginn er ég með nokkrar spurningar varðandi áhugamálið Bókmenntir og listir. Í fyrsta lagi þætti mér notalegt að vita hver/hverjir eru umsjónarmenn. Ég er kannski eitthvað sein að fatta, en ég finn hvergi neinar upplýsingar um það. T.d. sendi ég mynd fyrir 3 dögum síðan og veit ekki hver tekur ákvörðun um myndir, en þætti ágætt að vita, hafi henni verið hafnað.
Allavegana þá er aðalpælingin hjá mér að mér finnst þetta áhugamál ekki vera nógu vel skipulagt o.þ.a.l. ekki eins aðgengilegt og það gæti verið. Það mætti vera eilítið skýrara, t.d. mættu vera einhverjar upplýsingar í Tilkynningum eða álíka, eins og er á sumum öðrum áhugamálum.
Það er alls ekki meiningin hjá mér að nöldra, ég bara vildi gjarnan taka meiri þátt í þessu áhugamáli, en er aldrei alveg viss hvernig ég á að bera mig að, eða hvar sé rétti staðurinn fyrir hvað. Er það mjög fráleitt að við bókmennta/lista fíklar tökum okkur saman, leggjum höfuðin í bleyti og sjáum út hvernig við getum gert áhugamálið okkar ennþá betra.

Með von um ekki allt of hörð viðbrögð :S (Ekki móðgast…!)

L.