Einu sinni var lítil stúlka sem hét Hermína.Hún var 8.ára og æfði fótbolta.Hún hélt mjög mikið uppá mann í íslenska landsliðinu í fótbolta sem hét Haraldur og var fyrirmyndin hennar í fótbolta.Einn daginn þegar Hermína litla var að horfa á landsleik í fótbolta(ÍSLAND-ÍTALÍA)sá hún Harald skora fyrsta markið í leiknum.Hermína litla réð sér ekki að gleði og hoppaði og skoppaði um allt stofugólfið heima hjá sér.En svo allt í einu í miðjum leiknum varð árekstur á milli Haralds og eins mannsins í Ítalska liðinu.Bara sona eins og gerist í fótboltaleikjum að menn fella óvart hvorn annan.En Haraldur gerði það einmitt.Hann felldi óvart manninn í Ítalska liðinu.Haraldur sagði auðvitað ‘I’m sorry’ við Ítalann sem skildi auðvitað ekki íslensku.En Ítalinn var sko ekki á leiðinni að fyrirgefa Haraldi og sparkaði í hann.Og allar héldu að Haraldur mundi nú ekki gera neitt á móti vegna þess að hann var nú elstur og gáfaðastur í liðinu.En viti menn Haraldur var svo reiður út í Ítalann að hann lamdi hann með hnefanun beint í nefið.Aumingja Ítalinn nefbrotnaði og þurfti að fara að velli og beint upp á sjúkrahús.Haraldur og Ítalinn fengu báðir að líta rautt spjald í leiknum og voru þeir sko ekki ánægðir.En Haraldur var sendur af vellinum og beint í búnings klefann.Hann mátti ekki spila með Íslenskaliðinu næstu 2.leiki.En Hermína sat heima og gapti á sjónvarpsskjáinn hún trúði ekki sínum eigin augum .Gat þetta verið satt? Var þetta virkilega Haraldur sem gerði þetta? Hún var algjörlega hætt að hafa áhuga á Haraldi!!Og snéri sér að Eiði Smára hann var sko töff! Og núna 4.árum eftir þetta hræðilega atvik milli Haralds og Ítalans hefur hún enn ekki séð Eið Smára gera sona lagað.
Ég vona að ykkur finnist þetta góð saga:P Hún var bara skrifuð í gríni fyrir nokkrum árum að mér:P