Rígurinn er söngleikur sem MA og VMA eru að sýna þessa dagana. Sem annar höfunda verksins langaði mig að segja ykkur aðeins frá og um leið hvetja ykkur til að fara, því þetta er geðveik sýning!

Grunnþema Rígsins er sagan sem allir þekkja um elskendurna Rómeó og Júlíu. Í litlum bæ ráða ríkjum tvö gengi; Þrumurnar úr Verkmenntaskólanum og Hrafnarnir úr Menntaskólanum.
Huginn, aðalforingi Hrafnanna, verður ástfanginn af Þórunni, sem er nýbyrjuð í Verkemenntaskólanum, en auðvitað er það stranglega bannað! Í kjölfarið verður rígurinn milli skólanna ennþá meiri og að lokum er mælirinn fullur og allt verður vitlaust!

Rígurinn er söngleikur um ást, hatur, frið, von og trú ásamt allri þeirri geðveiki, vandræðagangi og vitleysu sem fylgir því að vera í framhaldsskóla. Hann er öðruvísi en allt sem þú hefur séð áður í framhaldsskólasýningu;
Tónlistin er þyngri, húmorinn er beyttari og andrúmsloftið kraftmeira!
Og svo er meir að segja gestaleikari úr Versló þarna einhversstaðar!

Þetta er í fyrsta skiptið sem MA og VMA setja upp sýningu saman og það er ekkert til sparað.
Í staðinn fyrir að taka einhverja ákveðna tónlistarstefnu eða ákveðinn tónlistarmann er allur pakkinn tekinn; Muse, Rammstein, Queen, Robbie Williams, Savage Garden, Goo Goo Dolls, Backstreet Boys, Aerosmith, risa-gospelsyrpa… ég get haldið áfram ef þið viljið. :P

Rígurinn er ekki þessi týpíski framhaldsskólasöngleikur. Krafturinn er meiri, tónlistin þyngri (öll spiluð live, btw) og húmorinn beittari. Ég lofa ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Og já, bara skjóta því inní, það eru geðveik bardagaatriði í þessu, sem er eitthvað sem ég hef aldrei séð í framhaldsskólasýningu áður!

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er ekki hlutlausasti aðilinn í bænum, en miðað við viðtökurnar sem verkið er að fá er greinilegt að krakkarnir eru að gera rétta hluti!

Fyrir þá sem vilja vita meira bendi ég á www.rigurinn.tk

Ævar Þón
"