Í gærkvöldi var “Reykjavíkurfrumsýning” á leikritinu Svik eftir Harold Pinter. Verkið var upphaflega sýnt á Akureyri og vakti miklar vinsældir þar, núna er sýningin hinsvegar sýnd á Litla sviði Borgarleikhússins.
Svik er opinskárra en flest verk Pinters og fjallar um hjónin Emmu og Robert og Jerry, sem er besti vinur Roberts. Emma og Robert eru hjón en Emma svíkur Robert með Jerry, Robert svíkur Emmu og Jerry! Áhorfandinn fer svolítið að pæla í því hver er í rauninni svikinn…
Leikarar í sýningunni eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Felix Bergsson, einnig leikur Ellert Ingimundarson lítið hlutverk. Á kontrabassa spilar Gunnar Hrafnsson og leikstjóri er Edda Heiðrún Bachmann.
Ég mæli með að alvöru leikhús unnendur kíki á sýninguna en þið sem farið ekki á annað en fjöruga söngleiki og gamanleikrit, ykkur mun kannski ekki líka við hana…
Kveðja,
gvendurf