Ég vissi ekki hvert ég gæti sent þessa grein, af því að hérna er ekkert ballett-eða dansáhugamál, sem mér finnst að þyrfti að bæta.
Greinin á samt að sjálfsögðu við hérna í listum.
Ballett, er listgrein, eða íþrótt? Deilt er um hvort eigi að kalla það, en ballettinn er sagður krefjast mestrar þjálfunar og einbeitningar til þess að ná á henni varanlegum tökum.
Námið er góð þjálfun fyrir börn sem eru að vaxa og þroskast.
Sjálfsaginn er mikill í listinni og maður öðlast sjálfstraust, hann er einning góður fyrir líkamann, teygir hann, styrkir og maður kemst í betri tengsl við hvern vöðva.
Að sjálfsögðu er hægt að slasast og skemma vöðva eða annað í ballettinum. En maður getur það nú í mörgu öðru.
Ég get nú ekki sagt að það sé mikill áhugi fyrir ballett hér á landi, en finnst mér hann nú samt vera að aukast og er það bara af hinu góða.
Fleira fólk er alltaf að bætast í hóp ballettáhugamanna og nemendum listarinnar er að fjölga.
Íslenski dansflokkurinn er að gera góða hluti hér á landi og eru sýningar þeirra mjög góðar og hvet ég fólk, sem ekki þekkir þær að fara og njóta.
Vona ég að dans áhugamál komi hérna á huga og held ég að fleiri taki undir með mér í þeim málum.