Ég ætla að segja frá verkefni sem ég skrifaði um Sleipni… ATH að þetta er skrifað á “Forníslensku”
Sleipnir hét hestur óðins. Hér kemur saga hvernig hann var til; Það var snemma í öndverðabyggð goðanna, þá er goðin höfðu sett Miðgarð og gert Valhöll, þá kom þar smiður nokkur og bauð að gera þeim borg á 3 misserum svo góða að trú og örugg væri fyrir bergrisum og hrímþursum þótt þeir komi inn um Miðgarð. En hann mælti sér það til kaups að hann skyldi eignast Freyju, og hafa vildi hann sól og mána. Þá gengu æsirnir á tal og réðu ráðum sínum og var það kaup gert við smiðinn að hann skyldi eignast það er hann mælti til ef hann fengi gert borgina á einum vetri. En hinn fyrsta sumar dag, um nokkur hlutur væri ógjör að borginni, þá skyldi hann af kaupinu. Skyldi hann af eingjum manni lið þyggja til verksins. Og er þeir sögðu honum þesa kosti, þá beiddist hann að þeir skyldu lofa að hann hefði lið af hesti sínum er Svaðilfari hét. En því réð loki er það var lagt við hann. Hann tók til hinn fyrsta vetrardag að gera borgina, en um nætur dró hann til grjót á hestinum. En það ótti ásunum mikið undur hversu stór björgur sá hestur dró, og hálfu meira þrekvirki gerði hesturinn en smiðurinn. En að kaupið þeirra voru sterk vitni og mörg særi, fyrir því að jötnum þótti ekki tryggt að vera með ásum griðarlaust ef Þór kæmi heim, en þá var hann farinn í austurveg að berja tröll. En er á leið veturinn, þá sóttist mjög borgargerðin, og var hún svo há og sterk að eigi mátti á það leita. En þá er þrír dagar voru til sumars þá var komið mjög að borgarhliði. Þá settust goðin á dómstóla sína og leituðu ráða, og spurði hver annan hver því hefði ráðið að gifta Freyju í Jötunheima eða spila loftinu og himninum svo að taka þaðan sól og tungl og gefa jötnum. En það kom ásamt með öllum að þessu mundi ráðið hafa sá er flestu illu ræður, Loki Laufeyarson, og kváðu hann verðann til ills dauða ef eigi hitti hann ráð til að smiðurinn væri af kaupinu, og veittu loka atgöngu. En er hann var hræddur þá svarði hann eiða að hann skyldi svo til haga að smiðurinn skyldi af kaupinu, hvað sem hann kostaði til. Og hið sama kveld er smiðurinn ók út eftir grjótinu með hestinn Svaðilfara, þá hljóp úr skógi nokrum meri og hrein við. En er hesturinn kenndi hvað hhrossi þetta var þá æddist hann og sleit sundur reipin og hljóp til merarinnar, en hún undan til skógar og smiðurinn eftir og vill taka hestinn. En þessi hross hlaupa alla nótt og dvelst smíðin þá nótt. Og eftir um daginn varð ekki svo smíðað sem fyrir hafði orðið. Og þá er smiðurinn sér að eigi mun lokið verða verkinu, þá færist smiðurinn í jötunmóð. En er æsirnir sá það til víss að þar var bergrisi kominn, þá varð eigi þyrnt eiðinum, og kölluðu þeir á þór, og jafnskjótt kom hann. Og því næst fór á loft hamarinn Mjölnir, galt þá smíðakaupið og eigi sól og tungl, heldur synjaði hann honum að byggja í jötunheimum og laust það hið fyrsta högg er hausinn brotnaði í smámola og sendi hann niður undir Niflhel En Loki hafði þá ferð haft til Svaðilfara að nokkru síðar bar hann fyl. Það var grátt og hafði átt fætur, og er sá hestur bestur með goðum og mönnum.