Eitt af einkennum alvöru meistaraverka er að þau standast tímans tönn. Þau innihalda eiginleika sem gera það verkum að hægt er að njóta þeirra aftur og aftur. Þú verður ekki þreyttur á þeim, þau koma þér á óvart í margbreytileika sínum eða einfeldni. Eins og verk Michaelangelo eða Picasso
Sama verður ekki sagt um megnið af Jólabókaruslinu, sem reynt er að pretta inná íslenska neytendur með öllum brögðum. Enda skjótefnginn miljónagróði. Dæmið gengur bara út á að ljúga alla fulla á sem skemmstum tíma um að hér sé eitthvað markvert á ferðinni. Enginn má kjafta frá plottinu, annars verður hann laminn í klessu bak við hús.
Íslenskir bókagagnrýnendur eiga heimsmetið þegar kemur að “meistarverkum”. Allflestar íslenskar bækur eru samkvæmt þeim “meistaraverk” sem gerir okkur íslendinga að heimsmetahöfum. Hins vegar vill svo undarlega til að þessi heimsfrægð nær ekki út fryrir strendur landsins. Það kannast enginn við íslensk meistaraverk á svið bókmennta út í álfunni. Garðar Hólm strikes again!