Íslenskir bókagagnrýnendur eru þeir einu sem í raun eru löngu búnir að ákveða hvernig bók er áður en þeir lesa hana. Engu að síður segjast þeir vaka alltaf alla nóttina til að klára hana og skrifa svo einhverjar greinar á “vá-mar” trippi í Moggann eða Fréttablaðið.
Þeir á Fréttablaðinu kunna sér ekkert hóf í þessu, þeir verða einfaldlega að oflofa allt Jólabókaruslið, sérstaklega það sem kemur frá Mál og Menningu og JPV-útgáfunni. Forlögin eru fljót að senda pakka með öllum bókunum til þeirra sem fara að skrifa um bækur eða tala um þær reglubundið á ljósvakanum. Þetta verður fljótt líkast sambandi fíkils og dópsala. Á Íslandi er ekki til neitt sem heitir “frjáls og óháð” bókagagnrýni. Þeir sem dæma bækur á fjölmiðlunum hafa ekki keypt þær sjálfir né geta geta þeir sýnt fram á fullkomið sambandsleysi við rithöfundinn og útgáfuna.
Þó á Fréttablaðinu sé sneisafullt af góðum pennum, þá er ekki gaman að lesa Þráinn Bertelson hæla Reyni Traustasyni. Reyndar verður það ekki öðruvísi heldur þegar Kolbrún hælir þeim báðum daginn eftir.
Veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta en ég vil fá tilfinningu fyrir að Jólabókagagnrýnin sé heiðarleg. Þessi tilfinning að ég sé að fara að lesa eithvað að viti, skrifað og lagt út af mannvitsbrekkum, en ekki sölufulltrúm fjölmiðlanna. Ekki bara eithvað hjákátlegt sjálfshól og Viðtal við höfundinn-auglýsingagreinar, heldur hamrandi gagnrýni.
Vandamálið er auðvitað að Fréttablaðið er ókeypis og of ánægt með sig.