´hérna er ritgerð sem ég er að skirfa í skólanum og mér langaði svolítið að´tékka hvað ykkur fannst um hana´! ég veit samt er þetta örlítð mikil endursögn! ;)

Í þessari ritegrð valdi ég frakar að fjalla um vígið á Vésteini Vésteinsyni heldur en mennina í lífi Þórdísar, því mér fanst vígið spennandi og dularfult. og held að það séu að minsta kosti tvær hliðar á málinu. Eins og í mörgum fornsögum er mikið fjallað um að gæta heiðurs ættar og vina með manndrápum.

Þeir félagar Gísli, Vésteinn, Þorkell og Þorgrímur goði voru saman á vorþingi að Valseyri og höfðu ekki mikinn áhuga um það sem var að gerast á þinginu, heldur voru þeir fyrst og fremst að skemmta sér og láta bera á sér.
Þar er maður að nafni Gestur Oddleyfsson sem talin var forspár, en í þá daga var mikið tekið mark á fólki sem talið var vita meira og sjá en aðrir. Með þá spádóma að vinátta þeirra ætti eftir að slitna innan þriggja sumra. Þegar Gísli heyrir þetta reynir hann að storka örlögunum með því að láta þá sverjast í fóstbræðralag. Þegar þeir ætla að blanda blóði saman dregur Þorgrímur goði sig út úr hópnum og segjist ekki vilja vera í fóstbræðralagi með Vésteini, til að þurfa ekki að hefna fyrir hann, þar sem honum bar að hefna fyrir Gísla og Þorkel, því hann var giftur systur þeirra Þórdísi. Fanst mér þetta eins og þarna hefði Þorgrímur eitthvað á móti Vésteini, eða vildi ekkert vera að storka örlögunum.

Einhverju sinni er Ásgerður, kona Þorkells, og Auður, kona Gísla, sitja að saumum, þá, berst það í tal að Ásgerður hafi litið Véstein hýru auga, en tekur framm að hún sé komin yfir það og sé mjög ánægð með Þorkeli. En þegar þær líta í dyragætina stendur Þorkell og hefur heyrt samræður þeirra. Hann verður mjög öfundsjúkur og reiður og raular að nú muni eitthver deyja. Ekki er óllíklegt að þetta hafi verið ástæða til morðsins.

Eftir að Vésteinn hafði verið í ferðum erlendis barst honum fjórar aðvaranir um að hætta steðji að honum. Sendir Gísli menn sína til að vara Véstein við og færa honum penging. Vésteinn segjir að þeir séu of seinir :„Nú liggja öll vötn til Dýrafjarðar“ (bls:52 lina14 og 15). Þetta var fyrsta aðvörunin. Á leið sinni fer Vésteinn til frænku sinnar og hún varar hann við sem sagt önnur aðvörun.
Heldur för Vésteins enn áfram og nú liggur leið hans til Þingeyrar og þar vara maður einn hann við , þriðja aðvörun .Enn heldur hann áfram og fær sína fjórðu aðvörun. Svo ætlar Vésteinn að gefa Gísla og Þorkeli gjafir en neitar Þorkell þeim og þá fer Gísla að gruna að þar sé eitthvað gruggugt í gangi.

Eina nóttina kom mjög vont veður með mikilli rigningu, og vegna veðursins kom gat á þakið og fóru allir mennirnir út til að huga að skemmdunum.
Voru bara Vésteinn, Auður systir hans og þrællinn Þórður hinn huglausi inni. Mikið myrkur var í húsinu og gengur þá maður inn og rekur spjót í brjóst Vésteins. Auður bað þrælinn að taka vopnið úr sárinu, en það þýddi að hann hefði þurft að hefna morðsins. Gísli kemur inn, tekur spjótið. Var Guðríður vinukonan send á Sæból sem Þorkell og Þorgrímur bjuggu til að athuga hvað menn hafast við þar og tók hún eftir að þar situr
Þorgrímur í fullum herklæðum.
Þetta finnst mér nú þetta bara koma út eins og hann eigi von á voða árásum Finnst mér einig svoldítið skrítið að Þorgrímur bjóðist til á binda á hannn selskó svo hann fari örugglega til Valhallar ,þannig að hann er svolítið hræddur við að hann gangi aftur.




Víg Vésteins verður væntanlega aldrei héðan í frá upplýst þar sem ekki eru tildrög þess með öllu ljós, hægt er að velta þessu fyrir sér og komast að mjög mismunandi niðurstöðum. Líklegast finnst mér að Þorkell hafi framið morðið því hann hafði tvær góðar ástæður í fysta lagi að Gísli drap vin Þorkells hann Börk, sem reyndar kom ekki mikið við sögu, en afhverju ætti þá Þorkell ekki að drepa vin Gísla eins og málshátturinn segjr „Auga fyrir auga tönn fyrir tönn“. Í öðru lagi að hafði Ásgerður verið skotin í Vésteini og eins og segir í máltakinu, „lengi lifir í gömlum glæðum“, gat verið að Þorkell verið afbrýðisamur vegna ummæla Ásgerðar. Við fyrsta lestur á Gísla sögu fannst mér allt benda á Þorgrím goða, en ég get ekki séð að hann hafi haft almennilega ástæðu til þess . Fannst mér Gísla saga Súrssonar vera frekar skrítin en við nánari lestur og eftir að ég fattaði hana almennilega koms ég að því að þetta er bara hin fínasta bók. Fannst mér mjög gaman að gera þessa ritgerð og tók ég bara fyir aðaltriðin sem tengjast morðinu og vona ég að þér finnist hún skemmtileg