Leiklistaáhugamál Ég vildi bara stinga upp á því að það yrði sett upp leiklistaráhugamál. Ástæðurnar eru eftirarandi:

1. leiklist fellur ekki undir neitt áhugamál, nema þá “bókmenntir og listir”, en það er yfiráhgamál, þar sem að greinalistinn er mjög hraður (ljóð og smásögur eru svo aktív)

2. sendi maður inn grein inn á bókm. & listir er hún oft ekki samþykkt fyrr en greinin er dottin af bæði listanum á forsíðu og bókmenntum og listum.

3. Eitthvað hefur verið barist fyrir því, ekkert rosalega mikið, en það hafa þó verið einhverjir undirskriftalistar, þ.á.m einn í ég ætla kubbnumm á b&l þar sem yfir 100 hafa sett nikkið sitt við að vilja fá leiklistaráhugamál.

4. Það er ekki einu sinni leiklistarkorkur, en að vísu tengla safn (sem er mjög mjög langt niðri, þar sem það eru um 40 tenglaflokkar á b&l

5. Það er frekar mikið efni handa þessu áhugamáli; það eru margir tugir leikrita sýndir á ári hverju, það er hægt að hafa umbjöllun um leikhúsin, það eru tæplega 300 leikarar og svo eru náttúrulega öll framhaldskólaleikfélögin, en notendur huga eru einmitt af mestu leiti framhaldskólanemendur.



Þetta eru svona aðalástæðurnar. Og ef að þetta virkar ekki þá er auðvitað bara hægt að loka áhugamálinu.