Afhverju er ekki grein um leiklist og leikhús hér á Bókmenntum og listum? Það væri kannski áhugavert að prófa að hafa þannig áhugamál hér á Huga og athuga hvernig myndi ganga. Hvort Hugararnir okkar hefðu kannski gaman af því að senda inn greinar um leikrit sem þau hefðu séð eða íslenska leiklistarmenningu. Um leikarana, leikstjórana, ljósamennina og fleira fólk sem vinnur við þetta. Um hvaða leikhús væru að taka völdin og hvaða leikhús væru að verða gjaldþrota. Þar væri kannski líka hægt að panta miða á einhverjar sýningar, í gegnum vefsíður leikhúsanna, og þar af leiðandi auglýsa leikhúsin með því að Hugi græði peninga. Ég veit að margir vinir mínir (og ég sjálfur) hefðu gaman að þessu (þar sem við höfum mjög mikinn áhuga á leiklist og leiksýningum). Væri svo ekki bara gaman að þessu? Að hafa leiklistar/leiksýninga-áhugamál?
—
Hver hefur ekki gaman að því að fara í leikhús?
Ég vil fá hreinskilin svör. Takk kærlega fyrir mig…
:) Kexi (:
_________________________________________________