Jæja þar sem ég er búin að senda inn nokkrar íslenskar þjóðsögur fannst mér alveg tilvalið að senda inn þýska þjóðsögu.
Einu sinni hafði bóndi nokkur slátrað svíni og börn hans orðið áhorfendur að því. Svo var það síðdegis dag einn, að þau voru að leika sér saman. Þá sagði annað barnið við hitt: “Þú átt að vera svín og ég slátrari.” Þvínæst sótti hann flugbeittan hníf og stakk honum í háls litla bróður síns.
Móðir þeirra sem sat uppi í stofinni og var að baða yngsta barn sitt í bala, heyrði óp drengsins, hljóp þegar í stað niður, og þegar hún sá, hvað hent hafði, dró hún hnífinn úr hálsi barnsins og stakk hitt barnið, sem leikið hafði slátrarann, í reiði sinni beint í hjartastað.
Svo hljóp hún strax aftur upp í stofuna til að sinna barninu í baðkerinu, en uppgötvaði að það hafði drukknað á meðan.
Konan varð þá svo yfirþyrmd af skelfingu og svo örvingluð af sjálfsásökun og hryggð, að vinnukonurnar komu engu tautu við hana, heldur hengdi hún sig. Rétt í því kom maður hennar utan af akrinum, og þegar hann sá allt sem gerst hafði, varð hann svo mæddur, að hann andaðist skömmu síða