Um þessar mundir er verið að sýna fjölskyldusöngleikinn Honk! Ljóti andarunginn í Borgarleikhúsinu. Söngleikurinn er eftir Georges Stiles og Anthony Drewe og hann hlaut Oliver verðlaunin 2000 sem eru ein virtustu leiklistarverðlaun Bretlands.

Söngleikurinn er byggður á Litla ljóta andarunganum eftir rithöfundinn danska, H.C. Andersen.

Sagan fjallar í stuttu máli um Ljóta, lítinn andarunga sem er ekki alveg eins og hinir og er þess vegna lagður í einelti af öllum. Hann týnist svo litla greyið og mamma hans fer að leita að honum. Í loki kemur í ljós að hann var allan tíman svanur en ekki önd.

Sagan hefur mikinn boðskap, það er útlitið en ekki innihaldið sem skiptir máli!

Það er Felix Bergsson sem fer með hlutverk Ljóta, en Edda Heiðrún Backman er mamman. Auk þeirra eru leika Guðmundur Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Edda Björg Eyjólfsdottir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, og Ólafur Darri Ólafsson í sýningunni. Litlu andarungana leika Álfrún Perla, Nína Sigríður, Hildur Vala, Hrefna Marín, Unnur Sara, Hildur Björk, Katrín Þóra og Berta Guðrún. Þær standa sig ótrúlega vel miðað við ungan aldur.

María Sigurðardóttir leikstýrir og Gísli Rúnar þýðir söngleikinn. Leikritið er snildarlega vel þýtt, allir orðabrandararnir komast til skila og þeir eru ekki svo fáir.

Mín skoðun á leikritinu er sú að það ættu sem flestir að drífa sig með krakkana sína á það. Krakkarnir skemmta sér vel, alveg eins og foreldrarnir því að leikritið er uppfullt af leyndum bröndurum sem aðeins unglingar og fullorðnir skilja.

HONK!!!!

Bestu honk-kveðjur
Inga leikhúsrotta:)