EF getur verið stórt orð
hvernig
hvernig set ég lag á síðuna mína Blog.central
Hægt er að setja tónlist upp sem linka og er þar notað sama html tag og gert er þegar linkar er settir yfir á aðrar síður þ.e.
Kóði:
<a href=“slóðaðmedia”>texti sem birtist</a>
það er líka hentugt að setja tónlistina beint á síðuna og þá er notað html tag sem nefnist Embed
Kóði:
<embed src=“slóðaðmedia”>
ef bætt er inn í taginu, autostart er möguleikinn fyrir hendi hvort hljóð/mynd spilist af sjálfu sér þegar farið er inná síðuna:
Kóði:
<embed src=“slóðaðmedia” autostart=“true”>
þar sem true þýðir að það byrjar af sjálfu sér en false ekki.
ef html taginu, loop, er svo bætt aftan við þá endurtekur hljóðið/myndin sig í sífellu
Kóði:
<embed src=“slóðaðmedia” autostart=“true” loop=“true”>
, þar sem true og false gegna sama hlutverki og áður, þ.e. sem eiginlegt já og nei.
Ef verið er að höndla með mp3 tónlist er hægt að gera streymandi tónlist á einfaldan hátt…
Slóð tónlistarinnar er þá skrifuð í notepad, eða sambærilegt forrit, og skjalið vistað. Skjalinu er síðan breytt þannig að það heiti eitthvað.m3u síðan er þessu skjali hlaðið uppá server og í stað þess að vísa beint í mp3 tónlistina með link er vísað á þetta skjal.
þetta er þó ekki vörn gegn því að mp3 lögum sé stolið vegna þess að það er hægt að sjá raunverulega staðsetningu mp3 tónlistarinnar með því að opna .m3u skjalið með notepad.
að lokum skal bent á það að tónlist og video geta verið mjög stór í sniðum og hægt á vefsíðum svo og að þeir sem eru með lélegar internet tengingar geta ekki nýtt sér þetta.