Þar sem það eru víst allir komnir með bloggsíður nú til dags, er þá ekki tilvalið að fara yfir hvaða kosti maður hefur?
Íslenskt blogg
Já, það eru nokkur íslensk bloggkerfi og þau þekktustu eru án ef http://blog.central.is/ og http://folk.is. Núna undanfarið hefur http://www.myblog.is/ verið að koma sterkt inn, og þó að ég þekki það ekki sjálf, hef ég heyrt mikið af góðum kommentum um það. http://www.emmblogg.net/ er bloggkerfi sem ég hef heyrt tilturlega lítið af.
Erlent blogg
Þegar að kemur að erlendum bloggsíðum er mikið um að velja. Ég ætla aðeins að skrifa um það sem ég veit eitthvað um.
http://www.blogger.com er kanski það sem flestir íslenskir bloggarar kannast við. Blogger/blogspot bíður uppá mikið af fríðindum og auðvelt er að breyta layoutinu og svoleiðis.
http://www.blog.com/ fínt kerfi og algjörlega idiotproof, ekki beint minn stíll, en þetta virkar alveg.
http://www.livejournal.com/ Örrulega eitt af stæstu bloggsamfélögunum. Mér finnst þetta mjög svo þægilegt bloggkerfi. varðandi útlitsbreytingar, þá á það að vera hægt, en ég kann barasta ekkert á þetta :)
http://www.blogdog.com Er búin að vera að koma sterkur inn eftir að hafa update-að kerfið sitt. Mjög svo auðvelt að vinna í því og bíður uppá marga kosti.
http://www.blogthing.com/ Notast við Wordpress kerfið(sem er einfaldlega bara best að mínu mati) Hellingur af góðu stuffi þarna, þar á meðal ftp upload þannig þú þarft ekki að vera með mynda síðu til að hafa myndir í blogginu þínu.
From scratch
Svo er náttúrulega hægt að fá sé bara góða hýsingu og gera sína eigina heimasíðu frá byrjun. Þá mæli ég með stuff.is hýsingunni en kynntu þér málin áður en að þu kaupir þér hýsingu.
Svo eru ýmis hjálparforrit sem er hægt að nota, t.d. cutenews (held ég) en ég þekki ekki nógu mikið til vefsíðugerðar til að geta sagt um það. Betri hjálp á http://www.hugi.is/vefsidugerd
Næstum því from scratch
Ef maður treystir sér ekki í það að byrja að hanna sína eigin heimasíðu, en vill samt ráða meiru þá bendi ég á forrit eins og Movable type (http://www.sixapart.com/movabletype/) og Wordpress (http://www.wordpress.org/). Þú þarft bara að vera með hýsingu og alla vega eru frábærar leiðbeiningar við upsetningu á wordpress. Það eru líka milljón þemu, þannig að það ætti ekki að vera erfitt að finna það sem þig vantar.
Aukahlutir og annað dót
http://hex.is/ Bloggkerfi sem gerir manni kleift að senda efni svosem Hljóð og vídeó úr síma eða tölvupósti beint á heimasíðuna sína.
http://www.blogthings.com/ Helling af aukahlutum til að láta á bloggið sitt, svo sem einhver próf og fleira.
http://www.blogskins.com./ - layout, músabendlar spjallborð og allskonar meira!
http://blogleit.is/ Ókeypis þjónusta til að leita af bloggum og koma blogginu sínu á frammfæri.
Vonandi hefur þetta nýst ykkir eitthvað, endilega kommentið á þetta og komiði með fleiri hugmyndir og svoleiðis (samt ekki um stafsetningarvillur =) ).