Ég reyndi að skrifa bloggsíðu um mig og líf mitt einu sinni. Eftir að hafa átt síðuna í svona einn mánuð og eftir að hafa skrifað u.þ.b. tíu færslur í dagbókina þá leit ég í gestabókina á síðunni. Þá sá ég tvær færslur frá vinum mínum og eina frá einhverjum sem ég þekkti ekki neitt. Svo þegar ég leit á fjöldann af heimsóknum þá blasti við mér ekki svo skemmtileg tala, 100. Ég reiknaði það út að ég hefði sótt síðuna u.þ.b fimmtíu sinnum þannig að samtals höfðu fimmtíu gestir heimsótt síðuna á mánaðartíma. Þetta var ég ekki ánægður með svo ég loka síðunni barasta og skammaði vini mína.
Sjálfur nenni ég nánast aldrei að kíkja á síður hjá vinum mínum og einhverjum sem ég þekki.
Áðan var ég að skoða nokkrar blogsíður og sá að á flestum þeirra höfðu færri en tíu heimsótt síðuna þann daginn.
Ég spyr ykkur sem eigið bloggsíðu hvort þið vitið hvort einhverjir skoði síðuna ykkar. Það gæti verið að þið sem eruð með bloggsíður geri þetta bara fyrir ánægjuna að eiga heimasíðu eða kannski fyrir þessa þrjá sem skoða síðuna reglulega.
Ef það er ekki fyrir það hver er þá tilgangurinn með því að eiga blogsíðu?
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.