Ekki vissi ég að því að blogg væri núna möguleiki undir Tölvur og tækni. Verð að segja að það gleður mig alveg óstjórnanlega mikið. Sjálf er ég mikill bloggari og blogga næstum því einu sinni á dag, samt á ég alveg líf ;)
Auk þess bý ég til bloggútlit fyrir þá sem nota blogg frá blogspot.com. Myndi segja að ég væri mjög hæf. Síðan sem ég nota til að pósta upp bloggútlitunum mínum er www.blogskins.com. Þar hef ég búið til tæplega 80 blogskins-útlit. Er vel að mér í html/css kóðum, aukadóti fyrir bloggara eins og músarbendla, spjallborð o.þ.h.
Ef þið viljið kíkja á bloggútlitin mín að þá er það undir nickinu tuskudrusla.
Datt mér í hug (og ég vil alls ekki vera dónaleg) hvort möguleiki væri að fá að vera svona stjórnandi/ofurhugi? Gæti verið ráðgjafi. Reynslan mín gæti e.t.v. verið praktísk. Gæti einnig auglýst sjálfan mig svolítið hér á huga.is því margir íslenskir bloggarar hafa ekki hugmynd um að hægt sé að breyta og bæta útlit síðunnar, hvað þá að setja hana á íslensku. Hef ég fengið margs konar beiðni, ýmist frá íslensku fólki og erlendu um að hanna og laga síður. Enda finnst mér ekkert sjálfgefið að fólk skilji þessa kóða. Myndi gjarnan vilja hjálpa fólki sem ekki skilur þessar formúlur.
Með fyrirfram þökk,
cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)